Fótbolti

Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erik Hamrén sýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn í kvöld.
Erik Hamrén sýrir íslenska landsliðinu í síðasta sinn í kvöld. Getty/Matthew Ashton

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Ísland mætir Englandi á Wembley í kvöld í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en liðið er fallið úr A-deildinni.

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson gera fjórar breytingar frá því í tapinu gegn Dönum á sunnudagskvöldið.

Ögmundur Kristinsson, Kári Árnason, Hjörtur Hermannsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma inn í byrjunarliðið.

Byrjunarlið Íslands (5-3-2):

Ögmundur Kristinsson

Birkir Már Sævarsson - Sverrir Ingi Ingason - Kári Árnason - Hjörtur Hermannsson - Ari Freyr Skúlason

Guðlaugur Victor Pálsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Birkir Bjarnason

Albert Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.