Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 19:29 Maður fær blóðvökva úr einstakling sem hefur jafnað sig af Covid-19. epa/Cati Cladera Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. Niðurstöðurnar hafa ekki verið ritrýndar en samkvæmt New York Times er um að ræða yfigripsmestu rannsókn á mótefnasvari líkamans við nýju kórónaveirunni sem gerð hefur verið. Að sögn Shane Crotty, sem fór fyrir rannsóknarteyminu, benda niðurstöðurnar til þess að þeir sem hafa áður veikst af Covid-19 séu ónæmir fyrir alvarlegum veikindum í mörg ár eftir fyrstu greiningu. Þá eru þær í takti við aðra nýlega uppgötvun; að þeir sem smituðust og veiktust af SARS, sem önnur kórónaveira veldur, búi enn yfir mikilvægum ónæmisfrumum 17 árum eftir smit. Endursýkingar sárafáar, enn sem komið er Vísindamenn hafa haft áhyggjur af því hversu lengi áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 mun vara. Niðurstöður eldri rannsóknar við Columbia University bentu til þess að það entist stutt og að einstaklingar gætu smitast og veikst innan árs frá upphaflegu smiti. Allur er varinn góður.epa/Alex Plavevski „Það sem við þurfum að hafa í huga er hvort endursýkingar verða áhyggjuefni,“ segir Jeffrey Shaman, sem fór fyrir Columbia-rannsókninni. „Og að sjá sönnunargögn þess efnis að mótefnasvarið sé viðvarand og öflugt, að minnsta kosti miðað við þennan tímaramma, er mjög jákvætt.“ Enn sem komið er hafa afar fáir smitast tvisvar af SARS-CoV-2. En það er erfitt að spá fyrir um hversu lengi ónæmið mun raunverulega vara, þar sem vísindamenn vita ekki ennþá hversu sterkt ónæmissvar þarf til að vernda fólk fyrir veirunni. Rannsóknir benda hins vegar til þess að það kunni að þurfa aðeins lítið magn af svokölluðum T og B frumum til að verja þá sem áður hafa smitast. Til þessa hafa þáttakendur í rannsókn Crotty og félaga myndað áðurnefndar frumur í miklu magni. Um var að ræða 185 einstaklinga, karla og konur, á aldrinum 19 til 81 árs. Meirihluti fólksins fékk væg einkenni. Ítarlega frétt um málið er að finna á nytimes.com.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira