Fótbolti

Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén missti föður sinn á sunnudaginn.
Erik Hamrén missti föður sinn á sunnudaginn. vísir/vilhelm

Íslenska landsliðið leikur með sorgarbönd í leiknum við England á Wembley í Þjóðadeildinni annað kvöld til minningar um föður Eriks Hamrén landsliðsþjálfara.

Per Hamrén, faðir Eriks, lést að kvöldi 15. nóvember, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Kaupmannahöfn.

Íslenska liðið leikur með sorgarbönd gegn Englendingum í leiknum annað kvöld til að votta Erik og fjölskyldu hans samúð sína.

Hamrén stýrir íslenska landsliðinu í 25. og síðasta sinn gegn Englandi á morgun. Á laugardaginn tilkynnti hann að hann myndi ekki halda áfram með íslenska liðið. Hann tók við því haustið 2018.

Leikurinn á morgun er jafnframt síðasti leikur Íslands í A-deild Þjóðadeildarinnar í bili. Íslenska liðið er fallið í B-deild keppninnar og leikur þar í næstu útgáfu hennar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.