Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2020 10:01 Erik Hamren er að fara að kveðja íslenska landsliðið á Wembley annað kvöld. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. Ísland mætir Englandi á sjálfum Wembley í síðasta leik sínum í Þjóðadeildinni á þessari leiktíð, kl. 19.45 annað kvöld. Kári verður fyrirliði í leiknum sem hann segir að verði líklega sinn síðasti, á frábærum landsliðsferli. Öruggt er að leikurinn verður sá síðasti hjá Íslandi undir stjórn Hamréns. Á fundinum ræddi Kári meðal annars um Hamrén og hans árangur sem landsliðsþjálfara, og sagði Svíann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. Árangurinn í undankeppni EM hefði til að mynda hæglega getað dugað til að komast í lokakeppnina en úrslit í leikjum Frakklands og Tyrklands ekki fallið með Íslandi, og að fimm mínútum hefði svo munað að Ísland færi á EM í stað Ungverjalands. Hamrén hefur kallað á nokkra unga leikmenn úr U21-landsliðinu vegna fjarveru lykilmanna, þar á meðal hinn 17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sem gæti því spilað sinn fyrsta A-landsleik á Wembley. „Það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Hamrén. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu blaðamanns Vísis frá fundinum.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Sjá meira