Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 18:23 Víðir Reynisson ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Lögreglan „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
„Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira