Þýskar kórónuveiruauglýsingar vekja mikla athygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 15:02 Maðurinn lýsir vetrinum árið 2020 á dramatískan hátt. Skjáskot Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira
Sófakartöflur fá uppreisn æru í nýrri auglýsingaherferð þýsku ríkisstjórnarinnar þar sem íbúar landsins eru hvattir til þess að halda sig heima í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Auglýsingarnar hafa vakið mikla athygli og þykja ansi sniðugar. Í fyrstu auglýsingunni sem gefin var út, og sjá má hér að neðan með enskum texta, má sjá eldri mann í framtíðinni rifja upp veturinn 2020 á dramatískan hátt. Myndbandið þykir minna á myndbönd sem gerð hafa verið þar sem eldri borgarar rifja upp hvernig það hafi verið að upplifa sögulega atburði á borð við seinni heimstyrjöldina, svo dæmi séu tekin. The German Govt's latest Corona advert - now subtitled in English. Quite good. pic.twitter.com/nbRZIm9RcN— Axel Antoni (@antoni_UK) November 14, 2020 „Örlög Þýskalands voru í okkar höndum, við söfnuðum öllum okkar kröftum og gerðum það sem var vænst af okkur, hið eina rétta í stöðunni,“ segir maðurinn á dramatískan hátt. „Við gerðum ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Þýsk yfirvöld hafa sagt að boðskapur auglýsingarinnar sé skýr, það að takmarka eins og hægt er að hitta aðra borgara á meðan faraldurinn gengur yfir, svo hefta megi smit eins og mögulegt er. „Sófarnir voru vígstöðvarnar og þolinmæðin var vopnið okkar.“ Alls eru auglýsingarnar þrjár. Í auglýsingu tvö má sjá sjónarhorn kærustu mannsins og í því þriðja má sjá mann líta aftur um öxl og rifja upp hversu mikið hann spilaði tölvuleiki á tímum samkomubanns vegna faraldursins. "Special times require special heroes"The sequel of the German government COVID public health advert now with English subtitles. pic.twitter.com/vQeOhoAkpW— Axel Antoni (@antoni_UK) November 15, 2020 Auglýsingarnar hafa sem fyrr segir vakið töluverða athygli og hafa á annað hundrað þúsund manns horft á textaða útgáfu af fyrstu auglýsingunni. Faraldurinn er á talsverðri siglingu í Þýskalandi þar sem tíu þúsund tilfelli greindust síðastliðinn sólarhring, 62 létust af völdum COVID-19. Alls hafa tólf þúsund manns látist af völdum COVID-19 í Þýskalandi frá því í vor. Yfirvöld hafa lokað veitingastöðum, börum og öðrum samkomustigum í von um að hefta útbreiðslu faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Sjá meira