Svíar takmarka samkomur við átta manns Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 13:48 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, var með skýr skilaboð til þjóðar sinnar á fréttamannafundi í dag. AP Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Sjá meira