Skilur ekki af hverju allir eru að vorkenna Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:30 Jürgen Klopp áttar sig hér á alvarleika meiðsla Virgil van Dijk þegar hollenski miðvörðurinn haltrar framhjá honum og af velli í leiknum á móti Everton. Getty/Andrew Powell Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Stuðningsmaður Leicester City er orðinn hundleiður á því að hlusta á vælið um að Liverpool sé í svo miklum meiðslavandræðum. Önnur lið hafa sömu sögu að segja. Mikið hefur verið skrifað um langan meiðslalista hjá Liverpool en liðið mun líklega tefla fram hálfgerðu varaliði á móti Leicester City í næsta leik. Öll varnarlínan er á meiðslalistanum og liðið hefur einnig verið að missa menn í einangrun vegna COVID-19 smita. Liverpool hefur misst út hvern lykilmanninn á fætur öðrum en umræðan um óheppni Liverpool fer í taugarnar á sumum. Breska ríkisútvarpið ræddi við einn stuðningsmann Leicester í útvarpsþættinum BBV 5 Live í gær. „Ég er orðinn hundleiður á því að allir eru að tala um þessi meiðsli hjá Liverpool-liðinu. Hér er ein spurning. Ef Sheffield United eða Aston Villa væru í sömu meiðslavandræðum væri þá svona mikil umræða,“ spyr þessi ónefndi stuðningsmaður Leicester City. „Ég sjálfur held að svo væri ekki en af því að þetta er Liverpool þá eru allir að vorkenna þeim. Fyrirgefið mér en við erum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og okkar vantar fimm lykilleikmenn,“ sagði stuðningsmaðurinn. „Ricardo hefur verið frá keppni síðan í mars, Ndidi hefur ekki spilað síðan í lok september, (Jonny) Evans er mikið inn og út vegna meiðsla, (Caglar) Söyüncü er meiddur og (Timothy) Castagne er meiddur. Það er líka ekki langt síðan að Daniel Amartey kom til baka. Samt er enginn að tala um að Leicester sé að glíma við öll þessi meiðsli,“ sagði stuðningsmaðurinn. Það er síðan hægt að bera þessa leikmenn við þá leikmenn sem Liverpool hefur misst út og menn geta svo velt því fyrir sér hvort þetta sér rétt hjá honum. „Ég skil ekki af hverju allir eru núna að vorkenna Liverpool. Það lenda öll lið í meiðslum,“ sagði þessi stuðningsmaður Leicester City en það má heyra allt spjallið við hann hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira