Erlent

Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Um átta milljónum af þeim ríflega tíu milljónum minka, á skilgreindum áhættusvæðum eitt og tvö í Danmörku, sem til stendur að aflífa vegna nýs afbrigðis kórónuveiru hafa þegar verið teknir af lífi.
Um átta milljónum af þeim ríflega tíu milljónum minka, á skilgreindum áhættusvæðum eitt og tvö í Danmörku, sem til stendur að aflífa vegna nýs afbrigðis kórónuveiru hafa þegar verið teknir af lífi. EPA/Mads Claus Rasmussen

Um átta milljónum af þeim ríflega tíu milljónum minka, á skilgreindum áhættusvæðum eitt og tvö í Danmörku, sem til stendur að aflífa vegna nýs afbrigðis kórónuveiru hafa þegar verið teknir af lífi. Þetta hefur danska ríkisútvarpið, DR eftir upplýsingum frá dönsku Dýra- og matvælastofnuninni.

Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Fyrrnefndar tölur yfir fjölda þeirra minka sem þegar hafa verið aflífaðir ná yfir minkabú sem heyra undir svæði sem skilgreind eru sem áhættusvæði eitt og áhættusvæði tvö. Svæði eitt nær yfir minkabú þar sem fundist hefur kórónuveirusmit eða þar sem grunur er um smit. Svæði tvö nær yfir bú þar sem ekki er grunur um smit en sem eru staðsettir í innan við 7,8 kílómetra radíus frá minkabúum sem eru á svæði eitt.

Svæði þrjú nær til minkabúa sem hvorki eru innan þeirra fjarlægðarmarka né heldur er grunur um að hafi komið upp smit. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hversu margir minkar hafa verið aflífaðir á svæði þrjú samkvæmt frétt DR.

Milljónir minka hafa þegar verið teknir af lífi.EPA/Morten Stricker/Dagbladet


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×