Enski boltinn

Sjáðu mörkin er Man United kom til baka gegn Man City og hélt þar með topp­sætinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna jöfnunarmarki liðsins í dag.
Leikmenn Manchester United fagna jöfnunarmarki liðsins í dag. John Peters/Getty Images

Manchester United og Manchester City áttust við í úrvalsdeild kvenna á Englandi í dag. Lokatölur 2-2 eftir að gestirnir frá bláa hluta borgarinnar komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik.

Chloe Kelly kom Man City yfir strax á 9. mínútu leiksins og stefndi í að það yrði eina mark fyrri hálfleiksins.

 Allt kom fyrir ekki en í uppbótartíma hans tvöfaldaði Laura Coombs forystu City-kvenna og gestirnir því 2-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Hin bandaríska Tobin Heath – sem skaut létt á City fyrir leik – minnkaði muninn á 54. mínútu leiksins með þessu líka rosalega marki.

Tuttugu mínútum síðar jafnað Kirsty Hanson svo metin eftir klafs í teignum. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur þó svo að Man Utd hafi fengið tækifæir til að fullkomna endurkomuna undir lok leiks en Demi Stokes bjargaði þá á línu fyrir gestina.

Man United heldur þar með toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni og gert tvö jafntefli til þessa. Liðin fyrir neðan eiga þó leik og leiki til góða.

City er í 5. sæti með 12 stig eftir sjö umferðir.

Mörkin ásamt fleiri atvikum úr leiknum má sjá á Twitter-síðu ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×