Fjarar undan málsóknum Trump vegna kosningaúrslitanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2020 20:12 Handtalning atkvæða hófst í Georgíu í dag. Afar ósennilegt er talið að endurtalningin hafi áhrif á úrslitin en Joe Biden virðist hafa sigrað með yfir fjórtán þúsund atkvæða mun. AP/Ben Gray Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. Dómari í Michigan hafnaði kröfu framboðsins um að stöðva staðfestingu úrslita í Detroit, málsókn í Arizona var dregin til baka og lögmannsstofa sem fór með mál í Pennsylvaníu dró sig í hlé. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi þegar verið lýstur sigurvegari í ríkjum sem gefa honum vel umfram þá 270 kjörmenn sem hann þurfti til að vinna í forsetakosningunum. Biden var lýstur sigurvegari í Arizona í dag en hann hafði þegar sigrað í lykilríkjunum Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu. Handtalning atkvæða hófst í Georgíu, þar sem Biden leiðir með rúmlega 14.000 atkvæðum, í morgun. Afar ósennilegt er að endurtalningin hrófli við úrslitunum þrátt fyrir ásakanir Trump-framboðsins um misferli. Lokastaðan í kosningunum eftir að Biden var spáð sigri í Georgíu og Trump í Norður-Karólínu í dag er 306 kjörmenn Biden gegn 232 forsetans. Til að hnekkja úrslitunum hefur Trump og framboð hans höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem eiga að styðja stoðlausar fullyrðingar forsetans um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Lögmönnum framboðsins hefur þó ekki tekist að leggja fram neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og þess í stað aðeins reynt að fá tiltekin atkvæði úrskurðuð ógild. Þau atkvæði eru talin í hundruðum en Biden sigraði í lykilríkjum með tuga eða jafnvel hundruð þúsunda atkvæða mun. Of almennar ásakanir til að hægt sé að sanna þær Ríkisdómari í Michigan hafnaði kröfu Repúblikanaflokksins um að staðfesting kosningaúrslitanna í Wayne-sýslu, sem Detroit, stærsta borg ríkisins, tilheyrir, skyldi stöðvuð á meðan endurskoðun á atkvæðum færi fram. „Það væri fordæmalaus réttarfarsleg aðgerðahyggja ef þessi dómstóll tæki upp á því að stöðva staðfestingarferlið,“ sagði dómarinn í málinu, að sögn New York Times. Repúblikanar héldu því meðal annars fram að einhverjir starfsmenn kjörstjórna hafi kennt kjósendum að greiða Biden atkvæði, sumir kosningaeftirlitsmenn flokksins hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu atkvæða og að fjöldi atkvæða hafi verið fluttur í talningarstöð á óeðlilegan hátt um miðja nótt. Lögmenn demókrata í Michigan bentu á að um hundrað eftirlitsmenn repúblikana hafi fengið aðgang að talningarstöð í Detroit en sumir þeirra sem yfirgáfu staðinn hafi ekki fengið að koma aftur vegna mannmergðar þar. Dómarinn sagðist taka sumar ásakaninna alvarlega en að aðrar væru of almennar til að hægt væri að færa sönnur á þær. Í einhverjum tilfellum væru þær aðeins vangaveltur og ágiskanir. Tússpennar höfðu ekki áhrif á nógu mörg atkvæði í Arizona Fyrr í dag létu repúblikanar falla niður málsókn í Arizona sem tengdist ásökunum um að atkvæði greidd Trump forseta hafi verið úrskurðuð ógild ef kjósendur notuðu tússpenna. Lögmenn framboðsins viðurkenndu að ekki væru nægilega mörg atkvæði í spilinu til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna þar. Dómsmálaráðherra Arizona hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að kjósendur sem notuðu tússpenna hefðu ekki verið sviptir atkvæðarétti sínum. Í Pennsylvaníu, ríkinu sem kom Biden fyrst yfir 270 kjörmanna hjallann, dró lögmannsstofan sem hefur unnið að málsókn framboðs Trump sig frá málinu í dag. Framboðið leitar sér nú að öðrum lögmönnum. Framboðið vill fá neyðarlögbann til að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna í ríkinu á þeim forsendum að hundruð þúsunda atkvæða sem voru greidd í Fíladelfíu og Pittsburgh, tveimur vígum demókrataflokksins, hafi verið ógild vegna þess að eftirlitsmenn framboðsins hafi ekki náð að fylgjast með talningu þeirra. Fulltrúar kjörstjórnar í borgunum tveimur hafa hafnað þessum ásökunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira
Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag. Dómari í Michigan hafnaði kröfu framboðsins um að stöðva staðfestingu úrslita í Detroit, málsókn í Arizona var dregin til baka og lögmannsstofa sem fór með mál í Pennsylvaníu dró sig í hlé. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi þegar verið lýstur sigurvegari í ríkjum sem gefa honum vel umfram þá 270 kjörmenn sem hann þurfti til að vinna í forsetakosningunum. Biden var lýstur sigurvegari í Arizona í dag en hann hafði þegar sigrað í lykilríkjunum Michigan, Wisconsin og Pennsylvaníu. Handtalning atkvæða hófst í Georgíu, þar sem Biden leiðir með rúmlega 14.000 atkvæðum, í morgun. Afar ósennilegt er að endurtalningin hrófli við úrslitunum þrátt fyrir ásakanir Trump-framboðsins um misferli. Lokastaðan í kosningunum eftir að Biden var spáð sigri í Georgíu og Trump í Norður-Karólínu í dag er 306 kjörmenn Biden gegn 232 forsetans. Til að hnekkja úrslitunum hefur Trump og framboð hans höfðað fjölda dómsmála í lykilríkjum sem eiga að styðja stoðlausar fullyrðingar forsetans um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn. Lögmönnum framboðsins hefur þó ekki tekist að leggja fram neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og þess í stað aðeins reynt að fá tiltekin atkvæði úrskurðuð ógild. Þau atkvæði eru talin í hundruðum en Biden sigraði í lykilríkjum með tuga eða jafnvel hundruð þúsunda atkvæða mun. Of almennar ásakanir til að hægt sé að sanna þær Ríkisdómari í Michigan hafnaði kröfu Repúblikanaflokksins um að staðfesting kosningaúrslitanna í Wayne-sýslu, sem Detroit, stærsta borg ríkisins, tilheyrir, skyldi stöðvuð á meðan endurskoðun á atkvæðum færi fram. „Það væri fordæmalaus réttarfarsleg aðgerðahyggja ef þessi dómstóll tæki upp á því að stöðva staðfestingarferlið,“ sagði dómarinn í málinu, að sögn New York Times. Repúblikanar héldu því meðal annars fram að einhverjir starfsmenn kjörstjórna hafi kennt kjósendum að greiða Biden atkvæði, sumir kosningaeftirlitsmenn flokksins hafi ekki fengið nægilegan aðgang að talningu atkvæða og að fjöldi atkvæða hafi verið fluttur í talningarstöð á óeðlilegan hátt um miðja nótt. Lögmenn demókrata í Michigan bentu á að um hundrað eftirlitsmenn repúblikana hafi fengið aðgang að talningarstöð í Detroit en sumir þeirra sem yfirgáfu staðinn hafi ekki fengið að koma aftur vegna mannmergðar þar. Dómarinn sagðist taka sumar ásakaninna alvarlega en að aðrar væru of almennar til að hægt væri að færa sönnur á þær. Í einhverjum tilfellum væru þær aðeins vangaveltur og ágiskanir. Tússpennar höfðu ekki áhrif á nógu mörg atkvæði í Arizona Fyrr í dag létu repúblikanar falla niður málsókn í Arizona sem tengdist ásökunum um að atkvæði greidd Trump forseta hafi verið úrskurðuð ógild ef kjósendur notuðu tússpenna. Lögmenn framboðsins viðurkenndu að ekki væru nægilega mörg atkvæði í spilinu til að hafa áhrif á úrslit forsetakosninganna þar. Dómsmálaráðherra Arizona hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að kjósendur sem notuðu tússpenna hefðu ekki verið sviptir atkvæðarétti sínum. Í Pennsylvaníu, ríkinu sem kom Biden fyrst yfir 270 kjörmanna hjallann, dró lögmannsstofan sem hefur unnið að málsókn framboðs Trump sig frá málinu í dag. Framboðið leitar sér nú að öðrum lögmönnum. Framboðið vill fá neyðarlögbann til að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna í ríkinu á þeim forsendum að hundruð þúsunda atkvæða sem voru greidd í Fíladelfíu og Pittsburgh, tveimur vígum demókrataflokksins, hafi verið ógild vegna þess að eftirlitsmenn framboðsins hafi ekki náð að fylgjast með talningu þeirra. Fulltrúar kjörstjórnar í borgunum tveimur hafa hafnað þessum ásökunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Sjá meira