Innlent

Kviknaði í kertaskreytingu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrsta útkall ársins hjá slökkviliðinu vegna kertaskreytingar kom í gær.
Fyrsta útkall ársins hjá slökkviliðinu vegna kertaskreytingar kom í gær. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö verkefni á dælubíla síðasta sólarhringinn og var annað þeirra fyrsta kertaskreyting ársins, eins og það er orðað í færslu slökkviliðsins á Facebook.

Það hafði sem sagt kviknað í kertaskreytingu en húsráðendur voru búnir að slökkva og byrjaðir að lofta út þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.

Slökkviliðið fór svo í 95 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Þar af voru tuttugu forgangsverkefni og níu vegna Covid-19.

Góðan daginn. Slökkvilið höfuðborgarsvæðissins fór 95 sjúkraflutninga síðasta sólahring og þar af voru 20...

Posted by Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. on Thursday, November 12, 2020


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×