Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:01 Menntaskólakrakkar læra með grímur í skólum. Ef þátttaka almennings í sóttvarnaaðgerðum er góð gæti það skilað góðum árangri, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu að mati vísindamanna. Vísir/Vilhelm Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira
Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sjá meira