Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Í kvöldfréttum segjum við frá því að skipulag Reykjavíkur hefur hafnað hugmyndum fjárfestisins Vincent Tan um byggingu fjölnota stórhýsis á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Áætlaður kostnaður var um fjörtíu milljarðar króna. 

Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni fyrst um sinn og óvissa ríkir um bólusetningu barnshafandi kvenna. Þá herða ýmis ríki heims aðgerðir sínar gegn útbreiðslu kórónuveirunnar og er heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna við það að springa undan álaginu. 

Við fylgjumst með heitum umræðum um þingsályktunartillögu um aðstoð við þungunarrof erlendra kvenna hér á landi á Alþingi. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×