Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:34 Afar fá próf verða þreytt á staðnum í ár, samanborið við fyrri ár. Vísir/Vilhelm „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
„Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. Nemendur hafa bent á að nánast öll kennsla í haust hafi verið fjarkennsla og því skjóti skökku við að boða nemendur í fjölmenn próf fyrir jól. Í bréfi sem sent var á rektor, menntamálaráðherra og fjölmiðla í gær sagði m.a. að á heilbrigðisvísindasviði yrðu 64% prófa skrifleg, samanborið við 1% á hugvísindasviði og 5% á félagsvísindasviði. Inga segir hins vegar að eðli málsins samkvæmt hafi litlir fimm til sjö manna hópar nemenda sannarlega þurft að mæta í klínískan hluta síns náms. Þessir nemendur muni taka próf saman. Þá gæti ákveðins misskilnings hvað varðar umfang staðprófanna. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Hún segir gríðarmikla vinnu liggja að baki undirbúningi námsmatsins; hjá kennurum, kennslustjórum og öðrum. Þannig liggi 60% matsins í öðrum þáttum, t.d. smærri verkefnum, og 15% í heimaprófum í desember. Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Viðhafa allar varúðarráðstafanir Inga segir Covid-19 faraldurinn hafa leitt til nýjunga í kennsluaðferðum og námsmati en segir óhjákvæmilegt að halda ákveðin próf á staðnum. „Þetta er allt skoðað í samvinnu umsjónarkennara, deildarforseta, kennslusviðs HÍ og jafnvel fagaðila utan skólans. Og það er vegna þess að heilbrigðisvísindasvið verður að uppfylla gæði námsins. Nemendur verða í námsmatinu að standast þær kröfur sem við verðum að gera útfrá svokölluðum hæfismiðmiðum,“ útskýrir Inga. „Við höfum ákveðin viðmið og ábyrgð þegar kemur að nemendunum og getum ekki ábyrgst og tryggt öryggi skjólstæðinga okkar núverandi nemenda öðruvísi, þ.e. löggildingu heilbrigðisstarfsfólks; starfsréttindi þeirra og þjónustu.“ Inga segist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá segir hún ákveðin kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira