Innlent

Ekið á tólf ára stúlku í Kópavogi

Telma Tómasson skrifar
Ekki reyndist þörf á því að fara með stúlkuna á bráðadeild og komu foreldrar hennar til að sækja hana.
Ekki reyndist þörf á því að fara með stúlkuna á bráðadeild og komu foreldrar hennar til að sækja hana. Vísir/Vilhelm

Ekið var á tólf ára stúlku á rafmagnshlaupahjóli þar sem hún fór yfir götu á gangbraut í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Betur fór en á horfðist og reyndust áverkar stúlkunnar minniháttar. Ekki reyndist þörf á því að fara með hana á bráðadeild og komu foreldrar hennar til að sækja hana.

Nokkur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í nótt, meðal annars í verslun í miðbæ Reykjavíkur. Maður var handtekinn í tengslum við málið, einnig grunaður um annað innbrot fyrr um nóttina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.