Þaulsetinn forsætisráðherra Barein látinn Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 09:41 Khalifa bin Salman Al Khalifa. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann dó en hann hafði verið undir læknishöndum í Bandaríkjunum. AP/Jon Gambrell Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein. Barein Andlát Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Prinsinn Khalifa bin Salman Al Khalifa, forsætisráðherra Barein og einn þaulsetnasti forsætisráðherra heims, er látinn. Hann var 84 ára gamall og hafði veridð undir læknishöndum í Bandaríkjunum. Konungsfjölskylda Barein opinberaði dauðsfall hans í morgun en ekki kom fram af hverju hann hefði dáið. Al Khalifa ættin hefur stjórnað Barein í rúmar tvær aldir. Khalifa bin Salman tókst að koma stjórnvöldum sínum í gegnum Arabíska vorið svokallaða árið 2011, þegar umfangsmikil mótmæli fóru fram í Barein og afsaganar hans vegna spillingar var krafist. Prinsinn greip til harðra aðgerða gegn mótmælendum og hefur hann oft verið sakaður um harðræði. Sheikh Isa bin Salman Al Khalifa, bróðir, Khalifa bin Salman, varð konungur þegar Barein fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1971. Samkvæmt óformlegu samkomulagi hafði hann stýrt samskiptum eyríkisins við önnur ríki og Hkalifa bin Salman stýrði ríkisstjórn og efnahagi landsins. Auður prinsinn var augljós öllum en samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar átti hann meðal annars einkaeyju undan ströndum Barein þar sem hann hitti erlenda erindreka. Hann átti einnig einkagarð þar sem hann ræktaði páfugla og gasellur. Khalifa al Salmann hafði lengi verið sakaður um spillingu. Hann tengdist til að mynda spillingarmáli gegn álfyrirtækinu Alcoa sem var sakað um að greiða embættismönnum í Barein mútur. Alcoa greiddi 384 milljónir dala í sekt vegna málsins árið 2014. Þá hefur komið í ljós að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna í Manama, höfuðborg Barein, sögðu prinsinn hafa tekjur af ríkisreknum fyrirtækjum eins og Bahrain Petroleum Co. og Aluminum Bahrain. Ronald E. Naumann, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna í Barein, skrifaði til að mynda árið 2004 að prinsinn væri örugglega spilltur en hann hefði þó nútímavætt Barein.
Barein Andlát Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira