Trump sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur á næstunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2020 23:31 Donald Trump var nokkuð hress á leið úr golfi í dag. AP/Steve Helber Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Greint hefur verið frá því í dag að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, hafi rætt möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum við Trump. Þá greinir CNN frá því samkvæmt heimildum sínum að Melania Trump, eiginkona hans, hafi einnig ráðlagt Trump að tími sé kominn til þess að viðurkenna ósigur. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa reyndar efast um þessar frásagnir, til að mynda greinir Maggie Habermann blaðakona New York Times að Kushner sé ekki að ráðleggja tengdaföður sínum að viðurkenna ósigur. Þess í stað sé Kushner að ráðleggja Trump að skoða lagalegar aðgerðir, líkt og Trump hefur boðað að verði gert. Þetta hefur Haberman eftir heimildarmanni sínum innan úr Hvíta húsinu. Some detail on what Kushner was saying in campaign meetings yesterday. He was not saying he was going to urge his father-in-law to concede https://t.co/ITtm9nr8jr— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 8, 2020 Frétt Reuters virðist frekar renna stoðum undir það að Trump ætli sér ekki að viðurkenna ósigur á næstunni. Er vísað í tilkynningu frá forsetaembættinu þar sem meðal annars segir að það sé langt í land að kosningunum sé lokið, ekki sé búið að lýsa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, formlega sem sigurvegara í neinu ríki, hvað þá í þeim lykilríkjum þar sem mjótt var á munum og Trump og bandamenn hans ætla sér að krefjast lagalegra aðgerða til þess að snúa taflinu sér í vil. Telja það vera hlutverk Meadows að segja Trump hvenær tími sé kominn til að játa ósigur Helstu fjölmiðlar lýstu Biden sem sigurvegara í kosningunum í gær eftir að greining þeirra á þeim atkvæðum sem greidd hafa verið og þeim atkvæðum sem eftir á að telja leiddi í ljós að ómögulegt er fyrir Trump að sigra í kosningunum. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Talið er ólíklegt að málsóknir Trump og framboð hans muni gera eitthvað til þess að breyta niðurstöðum kosninganna og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins óskað Biden og varaforsetaefni hans Kamölu Harris til hamingju með sigurinn, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Í frétt Reuters segir að ráðgjafar og helstu bandamenn Trump geri sér grein fyrir því að möguleikar Trump á snúa niðurstöðum kosninganna séu litlar sem engar. Þeir kalla hins vegar eftir því að málsóknir Trump verði leyft að fara í hefðbundið ferli. „Hann ætti að óska eftir því að fá endurtalningu þar sem það er hægt, leggja fram þær málsóknir sem þeir telja vænlegar og ef ekkert breytist ætti hann að viðurkenna ósigur,“ hefur Reuters eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump. Í frétt Reuters segir einnig að það muni væntanlega vera hlutverk Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins að, ráðleggja Trump hvenær rétt sé að viðurkenna ósigur. Meadows greindist með kórónuveiruna á dögunum og er í sóttkví. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ekki vera á þeim buxunum að ætla að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum á næstunni. Þetta herma heimildir fréttastofu Reuters. Greint hefur verið frá því í dag að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, hafi rætt möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum við Trump. Þá greinir CNN frá því samkvæmt heimildum sínum að Melania Trump, eiginkona hans, hafi einnig ráðlagt Trump að tími sé kominn til þess að viðurkenna ósigur. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa reyndar efast um þessar frásagnir, til að mynda greinir Maggie Habermann blaðakona New York Times að Kushner sé ekki að ráðleggja tengdaföður sínum að viðurkenna ósigur. Þess í stað sé Kushner að ráðleggja Trump að skoða lagalegar aðgerðir, líkt og Trump hefur boðað að verði gert. Þetta hefur Haberman eftir heimildarmanni sínum innan úr Hvíta húsinu. Some detail on what Kushner was saying in campaign meetings yesterday. He was not saying he was going to urge his father-in-law to concede https://t.co/ITtm9nr8jr— Maggie Haberman (@maggieNYT) November 8, 2020 Frétt Reuters virðist frekar renna stoðum undir það að Trump ætli sér ekki að viðurkenna ósigur á næstunni. Er vísað í tilkynningu frá forsetaembættinu þar sem meðal annars segir að það sé langt í land að kosningunum sé lokið, ekki sé búið að lýsa Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, formlega sem sigurvegara í neinu ríki, hvað þá í þeim lykilríkjum þar sem mjótt var á munum og Trump og bandamenn hans ætla sér að krefjast lagalegra aðgerða til þess að snúa taflinu sér í vil. Telja það vera hlutverk Meadows að segja Trump hvenær tími sé kominn til að játa ósigur Helstu fjölmiðlar lýstu Biden sem sigurvegara í kosningunum í gær eftir að greining þeirra á þeim atkvæðum sem greidd hafa verið og þeim atkvæðum sem eftir á að telja leiddi í ljós að ómögulegt er fyrir Trump að sigra í kosningunum. Þó það hafi enga stjórnsýslulega merkingu hefur löng hefð skapast fyrir því að sá sem tapi kosningum, eftir að því hefur verið lýst því yfir hver muni sigra kosningarnar, játi ósigur. Trump hefur hins vegar ekki ljáð máls á slíku. Talið er ólíklegt að málsóknir Trump og framboð hans muni gera eitthvað til þess að breyta niðurstöðum kosninganna og hafa helstu þjóðarleiðtogar heimsins óskað Biden og varaforsetaefni hans Kamölu Harris til hamingju með sigurinn, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Í frétt Reuters segir að ráðgjafar og helstu bandamenn Trump geri sér grein fyrir því að möguleikar Trump á snúa niðurstöðum kosninganna séu litlar sem engar. Þeir kalla hins vegar eftir því að málsóknir Trump verði leyft að fara í hefðbundið ferli. „Hann ætti að óska eftir því að fá endurtalningu þar sem það er hægt, leggja fram þær málsóknir sem þeir telja vænlegar og ef ekkert breytist ætti hann að viðurkenna ósigur,“ hefur Reuters eftir ónafngreindum ráðgjafa Trump. Í frétt Reuters segir einnig að það muni væntanlega vera hlutverk Mark Meadows, framkvæmdastjóra Hvíta hússins að, ráðleggja Trump hvenær rétt sé að viðurkenna ósigur. Meadows greindist með kórónuveiruna á dögunum og er í sóttkví.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48 Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vill að nágrannalöndin taki höndum saman eftir ósigur Trump Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, biðlaði í dag til nágrannalandanna að taka saman höndum til þess að tryggja sameiginlega hagsmuni í kjölfar ósigurs Donalds Trump Bandaríkjaforseta í forsetakosningunum. 8. nóvember 2020 19:48
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Segir stóra þáttinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna ekki breytast með tilkomu Bidens Sérfræðingur í alþjóðamálum segir að með tilkomu Bidens muni stóri þátturinn í utanríkis- og öryggisstefnu Bandaríkjanna, sem er samkeppnin við Kína, ekki breytast. 8. nóvember 2020 18:45
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“