Innlent

Þrettán greindust með veiruna innanlands

Sylvía Hall skrifar
_VIL5675
Vísir/Vilhelm

Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Það er töluvert færri en daginn áður, þegar 25 greindust smitaðir.

Fimm voru í sóttkví við greiningu, tæplega fjörutíu prósent, en átta voru utan sóttkvíar.

Einn greindist með virkt smit á landamærunum, tveir voru með mótefni en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá fimm.

Alls er nú 634 manns í einangrun hér á landi og 1.046 í sóttkví, en í gær voru 720 í einangrun og 989 í sóttkví. 80 manns liggja á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af fjórir á gjörgæslu.

Tuttugu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi frá því að faraldurinn hófst.

Alls voru tekin 530 einkennasýni og 78 sýni í sóttkvíar- og handahófsskimunum. 482 sýni voru tekin í landamæraskimun.

Nýgengi innanlandssmita er 151,3 samanborið við 164,2 í gær, og nýgengi landamærasmita lækkar úr 17,7 í 17,5.

Alls hafa nú 5.078 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins í lok febrúar.

Tæp vika er nú síðan hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hingað til í faraldrinum tóku gildi. Síðan þá hafa innan við þrjátíu smit greinst á dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×