Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 20:20 Donald Trump yfirgefur golfvöllinn síðdegis í dag, en hann var einmitt í miðjum golfleik þegar stærstu fjölmiðlarnir vestanhafs lýstu yfir sigri Joe Biden. AP/Steve Helber Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21