Metfjöldi Covid-smita í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2020 11:39 Metfjöldi kórónuveirusmita hafa greinst í Bandaríkjunum þriðja daginn í röð. Vísir/Getty Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Bandaríkjunum í gær, þriðja daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Meira en 127 þúsund greindust smitaðir í gær og 1.149 létust. Greint var frá því í morgun að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi greinst smitaður af veirunni, sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Bandaríkin eru hvað verst stödd allra ríkja í heiminum hvað varðar faraldurinn en meira en 9,7 milljónir hafa greinst smitaðir af veirunni og 236 þúsund látist. Kórónuveirufaraldurinn hefur verið mikið deilumál í yfirstandandi forsetakosningum og varð til þess að metfjöldi fólks nýtti sér utankjörfundaratkvæðagreiðslu í kosningunum. Bæði gat fólk kosið utan kjörfundar með því að mæta á kjörstaði fyrir kosningadag eða með því að póstleggja atkvæði sín. Mikið hefur verið gert úr því að Meadows hafi sjaldan sést bera grímu fyrir vitum, líkt og heilbrigðissérfræðingar vestanhafs hafa mælt með. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Meadows talaði um það seint í októbermánuði að Bandaríkin myndu ekki reyna að hafa hemil á faraldrinum. Það eina sem myndi bæta stöðuna væri bóluefni og önnur meðferðarúrræði. Donald Trump Bandaríkjaforseti, konan hans Melania og sonur þeirra Barron smituðust öll af veirunni en náðu sér þó aftur fyrr í haust. Auk þeirra hafa Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, Stephen Miller, háttsettur ráðgjafi og Hope Hicks ráðgjafi Hvíta hússins smitast af veirunni. Í kjölfar þess að forsetinn greindist smitaður af veirunni var rýnt í athöfn sem fór fram í Hvíta húsinu þegar forsetinn tilkynnti að Amy Coney Barrett yrði tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar smituðust tugir fréttamanna, aðrir getir og hátt settir embættismenn. Í myndefni sem náðist af viðburðinum sáust gestir standa þétt saman án gríma, sumir heilsuðust með handabandi og jafnvel knúsuðust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00 Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52 Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Minntist á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á blaðamannafundi fyrir stórleikinn gegn Liverpool Það er stórleikur um helgina í enska boltanum er meistarar síðustu þriggja ára, Manchester City og Liverpool, mætast. 7. nóvember 2020 09:00
Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. 7. nóvember 2020 07:52
Biden sigurviss í ræðu í nótt: „Lýðræðið virkar“ Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, sagðist sigurviss í ræðu sem hann hélt í Delaware í nótt þrátt fyrir að talningu atkvæða í nokkrum lykilríkjum sé enn ekki lokið. Lofaði Biden skjótum aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum og hét kjósendum því að öll atkvæði verði talin. 7. nóvember 2020 04:18
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent