4 dagar í Ungverjaleik: Nístingssár niðurstaða síðast þegar liðin mættust Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2020 10:01 Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson innilega vonsviknir eftir 1-1 jafnteflið við Ungverja í Marseille á EM 2016. Getty/Burak Akbulut Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. Þúsundir íslenskra stuðningsmanna fögnuðu þjóðhátíðardeginum 2016 í Marseille, kvöldið fyrir síðustu viðureign við Ungverja. Íslenska landsliðið hafði byrjað sitt fyrsta stórmót vel með 1-1 jafntefli við Cristiano Ronaldo og félaga, en menn urðu hins vegar afar vonsviknir með sömu úrslit gegn Ungverjalandi. „Það var mjög þungt andrúmsloft í klefanum. Menn voru dálítið að tuða í hvor öðrum. Þetta var ekki neinum einum að kenna heldur verðum við að reyna sækja aðeins meira ef við ætlum að vinna leiki,“ sagði Ragnar Sigurðsson við Vísi eftir leikinn. Þjálfarinn Lars Lagerbäck sagði Ísland hafa leikið án allrar skynsemi. Liðið hélt boltanum afar illa og það voru Ungverjar sem höfðu tökin, þó að þeir sköpuðu lítið af dauðafærum. Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson fagna eftir að Gylfi kom Íslandi yfir gegn Ungverjalandi.Getty/Lars Baron Ísland komst þó yfir á 40. mínútu með öruggri vítaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ekki var alveg ljóst hvort vítið var dæmt vegna brots markmannsins Gabors Kiraly á Ragnari Sigurðssyni, eða brots varnarmanns á Aroni Einari Gunnarssyni strax í kjölfarið, en það skipti svo sem ekki máli. Ísland var yfir fram á 88. mínútu, þrátt fyrir þunga pressu Ungverja, en þá varð Birkir Már Sævarsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark af stuttu færi. Eins og myndin hér að neðan sýnir gat Birkir þó fátt annað gert en að reyna að komast í boltann, sem annars hefði farið fyrir fætur Ungverja fyrir galopnu marki. Birkir Már Sævarsson horfir á eftir boltanum fara yfir marklínuna eftir að hafa reynt að bjarga málum.Getty/Alex Livesey Allir ellefu byrjunarliðsmenn Íslands frá því í leiknum í Marseille eru í hópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudaginn. Það sama á við um Alfreð Finnbogason sem kom inn á sem varamaður. Þeir Emil Hallfreðsson og Eiður Smári Guðjohnsen komu einnig inn á sem varamenn í leiknum en eru ekki með nú. Emil var ekki valinn og leikurinn við Ungverja reyndist næstsíðasti landsleikur Eiðs. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn næstsíðasta landsleik og var nálægt því að tryggja Íslandi sigur í lokin.Getty/Laurence Griffiths Hjá Ungverjum eru mun færri eftir úr hópnum sem lék í Marseille. Goðsagnir á borð við Király markmann og Zoltan Gera hafa lagt skóna á hilluna en Gera er reyndar aðstoðarþjálfari Ungverja í dag. Fimm leikmenn sem mættu Íslandi í Marseille eru þó í ungverska hópnum núna. Ádám Lang, László Kleinheisler og Ádám Nagy voru í byrjunarliðinu, og þeir Nemanja Nikolic og Ádám Szalai komu inn á. Það var einmitt Nikolic sem að lagði upp sjálfsmarkið í lokin, sem tryggði Ungverjum dýrmætt stig. Ungverjar enduðu efstir í riðli Íslendinga á EM, fyrir ofan Ísland vegna betri markatölu. Þeir mættu Belgum í 16-liða úrslitum og steinlágu, 4-0. Ísland komst hins vegar í 8-liða úrslit með 2-1 sigri á Englandi en féll þar úr leik eftir 5-2 tap gegn Frökkum. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Landsliðsstrákarnir þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Þýskalands Íslensku landsliðsmennirnir þurfa ekki að eyða neinum tíma í sóttkví þegar þeir koma til móts við íslenska landsliðið eftir helgi. 6. nóvember 2020 13:43 Alfreð hjálpaði landsliðsliðinu að fá aðstöðu i Augsburg Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason er þegar búinn að gefa sína fyrstu „stoðsendingu“ fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í þessum landsleikjaglugga. 6. nóvember 2020 13:32 Hópurinn sem mætir Ungverjum í úrslitaleiknum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur valið 24 leikmenn í landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í Búdapest næstkomandi fimmtudag. 6. nóvember 2020 13:15 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Íslendingar gengu afar niðurlútir af Velodrome-leikvanginum í Marseille síðast þegar þeir mættu Ungverjum. Liðin mætast í úrslitaleik um að komast aftur á EM, í Búdapest á fimmtudaginn. Þúsundir íslenskra stuðningsmanna fögnuðu þjóðhátíðardeginum 2016 í Marseille, kvöldið fyrir síðustu viðureign við Ungverja. Íslenska landsliðið hafði byrjað sitt fyrsta stórmót vel með 1-1 jafntefli við Cristiano Ronaldo og félaga, en menn urðu hins vegar afar vonsviknir með sömu úrslit gegn Ungverjalandi. „Það var mjög þungt andrúmsloft í klefanum. Menn voru dálítið að tuða í hvor öðrum. Þetta var ekki neinum einum að kenna heldur verðum við að reyna sækja aðeins meira ef við ætlum að vinna leiki,“ sagði Ragnar Sigurðsson við Vísi eftir leikinn. Þjálfarinn Lars Lagerbäck sagði Ísland hafa leikið án allrar skynsemi. Liðið hélt boltanum afar illa og það voru Ungverjar sem höfðu tökin, þó að þeir sköpuðu lítið af dauðafærum. Gylfi Þór Sigurðsson, Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson fagna eftir að Gylfi kom Íslandi yfir gegn Ungverjalandi.Getty/Lars Baron Ísland komst þó yfir á 40. mínútu með öruggri vítaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar. Ekki var alveg ljóst hvort vítið var dæmt vegna brots markmannsins Gabors Kiraly á Ragnari Sigurðssyni, eða brots varnarmanns á Aroni Einari Gunnarssyni strax í kjölfarið, en það skipti svo sem ekki máli. Ísland var yfir fram á 88. mínútu, þrátt fyrir þunga pressu Ungverja, en þá varð Birkir Már Sævarsson fyrir því óláni að skora sjálfsmark af stuttu færi. Eins og myndin hér að neðan sýnir gat Birkir þó fátt annað gert en að reyna að komast í boltann, sem annars hefði farið fyrir fætur Ungverja fyrir galopnu marki. Birkir Már Sævarsson horfir á eftir boltanum fara yfir marklínuna eftir að hafa reynt að bjarga málum.Getty/Alex Livesey Allir ellefu byrjunarliðsmenn Íslands frá því í leiknum í Marseille eru í hópnum sem mætir Ungverjalandi á fimmtudaginn. Það sama á við um Alfreð Finnbogason sem kom inn á sem varamaður. Þeir Emil Hallfreðsson og Eiður Smári Guðjohnsen komu einnig inn á sem varamenn í leiknum en eru ekki með nú. Emil var ekki valinn og leikurinn við Ungverja reyndist næstsíðasti landsleikur Eiðs. Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn næstsíðasta landsleik og var nálægt því að tryggja Íslandi sigur í lokin.Getty/Laurence Griffiths Hjá Ungverjum eru mun færri eftir úr hópnum sem lék í Marseille. Goðsagnir á borð við Király markmann og Zoltan Gera hafa lagt skóna á hilluna en Gera er reyndar aðstoðarþjálfari Ungverja í dag. Fimm leikmenn sem mættu Íslandi í Marseille eru þó í ungverska hópnum núna. Ádám Lang, László Kleinheisler og Ádám Nagy voru í byrjunarliðinu, og þeir Nemanja Nikolic og Ádám Szalai komu inn á. Það var einmitt Nikolic sem að lagði upp sjálfsmarkið í lokin, sem tryggði Ungverjum dýrmætt stig. Ungverjar enduðu efstir í riðli Íslendinga á EM, fyrir ofan Ísland vegna betri markatölu. Þeir mættu Belgum í 16-liða úrslitum og steinlágu, 4-0. Ísland komst hins vegar í 8-liða úrslit með 2-1 sigri á Englandi en féll þar úr leik eftir 5-2 tap gegn Frökkum. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Landsliðsstrákarnir þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Þýskalands Íslensku landsliðsmennirnir þurfa ekki að eyða neinum tíma í sóttkví þegar þeir koma til móts við íslenska landsliðið eftir helgi. 6. nóvember 2020 13:43 Alfreð hjálpaði landsliðsliðinu að fá aðstöðu i Augsburg Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason er þegar búinn að gefa sína fyrstu „stoðsendingu“ fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í þessum landsleikjaglugga. 6. nóvember 2020 13:32 Hópurinn sem mætir Ungverjum í úrslitaleiknum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur valið 24 leikmenn í landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í Búdapest næstkomandi fimmtudag. 6. nóvember 2020 13:15 8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31 7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30 6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01
Landsliðsstrákarnir þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Þýskalands Íslensku landsliðsmennirnir þurfa ekki að eyða neinum tíma í sóttkví þegar þeir koma til móts við íslenska landsliðið eftir helgi. 6. nóvember 2020 13:43
Alfreð hjálpaði landsliðsliðinu að fá aðstöðu i Augsburg Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason er þegar búinn að gefa sína fyrstu „stoðsendingu“ fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu í þessum landsleikjaglugga. 6. nóvember 2020 13:32
Hópurinn sem mætir Ungverjum í úrslitaleiknum Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur valið 24 leikmenn í landsliðshópinn sem mætir Ungverjalandi í úrslitaleik um sæti á EM í Búdapest næstkomandi fimmtudag. 6. nóvember 2020 13:15
8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Landsliðsþjálfaraferill ungversku fótboltagoðsagnarinnar Ferenc Puskás var á enda eftir tapleik í Laugardalnum í júnímánuði fyrir rúmum 27 árum síðan. 4. nóvember 2020 12:31
7 dagar í Ungverjaleik: Yfirgnæfðu „bláa hafið“ og mega fylla þriðja hvert sæti Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn má búast við því að 20 þúsund stuðningsmenn verði á Puskás Aréna eftir viku, þegar Ungverjaland og Ísland mætast í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. 5. nóvember 2020 12:30
6 dagar í Ungverjaleik: Ungverjar eiga eitt vandræðalegasta umspil allra tíma Það tók ungverska landsliðið og ungverska knattspyrnu mjög langan tíma að jafna sig á útreiðinni sem liðið fékk í umspili fyrir HM 1998. 6. nóvember 2020 12:30