Fótbolti

Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður

Sindri Sverrisson skrifar
Ungverjar þurfa að vera í sambandi við aðstoðarþjálfarann Giovanni Costantino í gegnum skjáinn.
Ungverjar þurfa að vera í sambandi við aðstoðarþjálfarann Giovanni Costantino í gegnum skjáinn. Getty/Laszlo Szirtesi

Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna.

Um er að ræða einn af aðstoðarþjálfurum ungverska liðsins og náinn samstarfsmann aðalþjálfarans Marco Rossi síðustu fjögur ár. Hann heitir Giovanni Costantino og er ítalskur líkt og Rossi.

Costantino, sem er 36 ára gamall, er nú kominn í heimasóttkví og segist sem betur fer ekki hafa verið í samneyti við aðra í starfsliði landsliðsins dagana áður en þeir fóru í skimun. Enginn annar greindist með veiruna í skimuninni.

„Ég mun hjálpa til að heiman við að undirbúa liðið undir þessa mikilvægu leiki. Ég er hraustur og mun jafna mig fljótt,“ skrifaði Costantino á samfélagsmiðla.

Ungverska landsliðið kemur saman á mánudaginn líkt og það íslenska sem kemur saman í Augsburg í Þýskalandi.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×