8 dagar í Ungverjaleik: Þjálfaraferill hins eina sanna Puskás endaði á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 12:31 Ferenc Puskás á seinni árum sínum til vinstri en til hægri heilsar hann fyrirliða Vestur-Þjóðverja, Fritz Walter, fyrir úrslitaleik HM í Sviss 1954. Samsett/Getty Ferenc Puskás gerði frábæra hluti sem leikmaður ungverska landsliðsins en landsliðsþjálfaraferillinn endaði aftur á móti eftir heimsókn í Laugardalinn í sumarbyrjun 1993. Í dag eru átta dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn með því að rifja upp tengsl Íslands og Ungverjalands á knattspyrnuvellinum. Ferenc Puskás er frægasti knattspyrnumaður Ungverja frá upphafi enda einn mesti markaskorarinn í sögu knattspyrnunnar í heiminum. Hann er svo virtur í heimalandi sínu að þjóðarleikvangurinn, völlurinn sem Ísland er að fara spila á eftir átta daga, er skírður eftir honum. Gott dæmi um goðsögnina Puskás er að markaverðlaun FIFA, það er verðlaun fyrir flottasta markið á hverju ári, heiti einnig í höfuðið á honum. Puskás reyndi líka fyrir sér sem landsliðsþjálfari en það gekk ekki alveg eins vel. Ísland átti sinn þátt í því. Umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn 17. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir ungverska landsliðið og þau hefðu orðið fleiri ef hann hefði ekki flúið ógnarstjórnina í heimalandinu aðeins 29 ára gamall árið 1956. Það kostaði hann á endanum tveggja ára bann hjá UEFA. Puskás lék ekki aftur fyrir ungverska landsliðið en spilaði fjóra landsleiki fyrir Spán á árunum 1961 til 1962. Puskás snéri ekki aftur heim til Ungverjalands fyrr en árið 1981. Hann var búinn að reyna fyrir sér víða sem þjálfari þegar hann tók við þjálfun ungverska landsliðsins árið 1993, þá 66 ára gamall. Ungverjar voru þarna í riðli með íslenska landsliðinu og höfðu tapað fyrri leiknum í Búdapest. Rúmeninn Emerich Jenei var landsliðsþjálfari en var látinn fara eftir enn eitt tapið á heimavelli í undankeppninni nú 1-0 á móti Grikklandi í mars 1993. Frétt um leikinn á baksíðu Morgunblaðsins 17. júnú 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Emerich Jenei var kannski frægastur fyrir það að stýra rúmenska liðinu Steaua Búkarest óvænt til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða 1986. Hann hafði aftur á móti verið þjálfari ungverska landsliðsins frá 1992 eða þar til að Puskás tók við af honum í apríl 1993. Þegar Puskás mætti í Laugardalinn þá var ungverska landsliðið búið að spila þrjá leiki undir hans stjórn, liðið tapaði á móti Svíum (0-2) og Rússum (0-3) en vann 4-2 endurkomusigur á Írum átján dögum fyrir leikinn á Laugardalsvellinum. Leikurinn á móti Íslandi í Laugardalnum tapaðist hins vegar 2-0 þökk sé mörkum frá Eyjólfi Sverrissyni og Arnóri Guðjohnsen á 13. og 77. mínútu leiksins. Markið hans Arnórs kom sextán mínútum eftir að Ungverjinn Márton Gábor fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Hlyn Stefánsson. Umfjöllun DV um leikinn 18. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/DV Ferenc Puskás fór ekki leynt með óánægju sína með dómgæsluna eftir leikinn. „Það er erfitt að leika gegn fjórtán mönnum," var það fyrsta sem blaðamaður Morgunblaðsins fékk upp úr Ferenc Puskás eftir leikinn en hann átti þá við að bæði dómarinn og línuverðirnir hefðu verið á bandi Íslendinga. „Það er eitt að leika illa og annað að vera látinn leika illa," sagði Puskas allt annað en hress með dómarann. „Íslenska liðið lék betur, þeir voru kröftugri og hraðari," sagði Puskas sem staðfesti svo að þetta hefði verið hans síðasti leikur með liðið. „Ég er ánægður með að geta hætt, því ég nenni ekki að standa sífellt í þessu brasi við dómara," sagði Puskas við Morgunblaðið eftir leikinn. Þetta var líka síðasti leikur Ferenc Puskás með ungverska landsliðið. József Verebes stýrði liðinu 1993 og 1994 en þegar Ungverjar mættu næst í Laugardalinn 1995 var kominn nýr. Sá hét Kálmán Mészöly. Ferenc Puskás greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2000 og lést í nóvember 2006 þá 79 ára gamall. Hann fékk ríkisútför og liggur í grafhýsi í St Stephen basilíkunni í Búdapest. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Ferenc Puskás gerði frábæra hluti sem leikmaður ungverska landsliðsins en landsliðsþjálfaraferillinn endaði aftur á móti eftir heimsókn í Laugardalinn í sumarbyrjun 1993. Í dag eru átta dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir heldur áfram að telja niður í leikinn með því að rifja upp tengsl Íslands og Ungverjalands á knattspyrnuvellinum. Ferenc Puskás er frægasti knattspyrnumaður Ungverja frá upphafi enda einn mesti markaskorarinn í sögu knattspyrnunnar í heiminum. Hann er svo virtur í heimalandi sínu að þjóðarleikvangurinn, völlurinn sem Ísland er að fara spila á eftir átta daga, er skírður eftir honum. Gott dæmi um goðsögnina Puskás er að markaverðlaun FIFA, það er verðlaun fyrir flottasta markið á hverju ári, heiti einnig í höfuðið á honum. Puskás reyndi líka fyrir sér sem landsliðsþjálfari en það gekk ekki alveg eins vel. Ísland átti sinn þátt í því. Umfjöllun Morgunblaðsins um leikinn 17. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Ferenc Puskás skoraði á sínum tíma 84 mörk í 85 landsleikjum fyrir ungverska landsliðið og þau hefðu orðið fleiri ef hann hefði ekki flúið ógnarstjórnina í heimalandinu aðeins 29 ára gamall árið 1956. Það kostaði hann á endanum tveggja ára bann hjá UEFA. Puskás lék ekki aftur fyrir ungverska landsliðið en spilaði fjóra landsleiki fyrir Spán á árunum 1961 til 1962. Puskás snéri ekki aftur heim til Ungverjalands fyrr en árið 1981. Hann var búinn að reyna fyrir sér víða sem þjálfari þegar hann tók við þjálfun ungverska landsliðsins árið 1993, þá 66 ára gamall. Ungverjar voru þarna í riðli með íslenska landsliðinu og höfðu tapað fyrri leiknum í Búdapest. Rúmeninn Emerich Jenei var landsliðsþjálfari en var látinn fara eftir enn eitt tapið á heimavelli í undankeppninni nú 1-0 á móti Grikklandi í mars 1993. Frétt um leikinn á baksíðu Morgunblaðsins 17. júnú 1993.Skjámynd/Timarit.is/MBL Emerich Jenei var kannski frægastur fyrir það að stýra rúmenska liðinu Steaua Búkarest óvænt til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða 1986. Hann hafði aftur á móti verið þjálfari ungverska landsliðsins frá 1992 eða þar til að Puskás tók við af honum í apríl 1993. Þegar Puskás mætti í Laugardalinn þá var ungverska landsliðið búið að spila þrjá leiki undir hans stjórn, liðið tapaði á móti Svíum (0-2) og Rússum (0-3) en vann 4-2 endurkomusigur á Írum átján dögum fyrir leikinn á Laugardalsvellinum. Leikurinn á móti Íslandi í Laugardalnum tapaðist hins vegar 2-0 þökk sé mörkum frá Eyjólfi Sverrissyni og Arnóri Guðjohnsen á 13. og 77. mínútu leiksins. Markið hans Arnórs kom sextán mínútum eftir að Ungverjinn Márton Gábor fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Hlyn Stefánsson. Umfjöllun DV um leikinn 18. júní 1993.Skjámynd/Timarit.is/DV Ferenc Puskás fór ekki leynt með óánægju sína með dómgæsluna eftir leikinn. „Það er erfitt að leika gegn fjórtán mönnum," var það fyrsta sem blaðamaður Morgunblaðsins fékk upp úr Ferenc Puskás eftir leikinn en hann átti þá við að bæði dómarinn og línuverðirnir hefðu verið á bandi Íslendinga. „Það er eitt að leika illa og annað að vera látinn leika illa," sagði Puskas allt annað en hress með dómarann. „Íslenska liðið lék betur, þeir voru kröftugri og hraðari," sagði Puskas sem staðfesti svo að þetta hefði verið hans síðasti leikur með liðið. „Ég er ánægður með að geta hætt, því ég nenni ekki að standa sífellt í þessu brasi við dómara," sagði Puskas við Morgunblaðið eftir leikinn. Þetta var líka síðasti leikur Ferenc Puskás með ungverska landsliðið. József Verebes stýrði liðinu 1993 og 1994 en þegar Ungverjar mættu næst í Laugardalinn 1995 var kominn nýr. Sá hét Kálmán Mészöly. Ferenc Puskás greindist með Alzheimer-sjúkdóminn árið 2000 og lést í nóvember 2006 þá 79 ára gamall. Hann fékk ríkisútför og liggur í grafhýsi í St Stephen basilíkunni í Búdapest. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31 Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Ungverjar og Íslendingar spila hreinan úrslitaleik um sæti á EM og um leið geta knattspyrnulið beggja þjóða náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar. 3. nóvember 2020 12:31
Tíu dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Það er kannski spurning um að klæða formann KSÍ aftur í íslenska landsliðsbúninginn þegar Ísland mætir Ungverjum í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. 2. nóvember 2020 12:31