Innlent

Úr­­­skurðaður í gæslu­varð­hald vegna inn­brota og þjófnaða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sextugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 12. nóvember, vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Í tilkynningu lögreglu vegna málsins segir að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá stórri aðgerð sem lögregla réðst í á miðvikudag í Mosfellsbæ vegna innbrotahrinu í bænum.

Lögregla lagði hald á mikið af þýfi í tveimur húsum í aðgerðinni og var einn handtekinn.

Talsvert hefur verið rætt um innbrotahrinu í hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu, meðal annars í Mosfellsbæ þar sem íbúar hafa verið uggandi yfir ástandinu.

Þannig er vitað til þess að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×