Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2020 19:00 Alex Már Jóhannsson er þolandi stuðningsfulltrúans. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. vísir/sigurjón Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. Með bótum fái hann barnsárin þó ekki til baka. Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fanglsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Fagnar því að borgin vilji semja Meðal annars Alex Má Jóhannssyni sem hann braut gróflega gegn þegar Alex var átta til fjórtán ára. Í kæru Alex segir að maðurinn hafi meðal annars sofið með hann uppi í rúmi hjá sér og nauðgað honum. „Einmitt núna erum við að semja við borgina og þeir eru búnir að taka tillit til okkar og vilja gera okkur gott,“ segir Alex Már. Að sögn Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns Alexar, og borgarlögmanns hefur borgin fallist á samningaviðræður varðandi skaðabætur og eru þær þegar hafnar. Mál annara brotaþola hafa ekki borist borginni. Sævari Þór Jónson er lögmaður Alex en hann fór fram á samningaviðræður við borgina varðandi skaðabætur til handa Alex. Borgin hefur fallist á það og eru viðræður þegar hafnar. Alex fagnar þessu enda ekki í stakk búinn að ganga í gegnum annað dómsmál. Bæturnar færi honum þó ekki barnsárin til baka. Enn að glíma við nýjar og alvarlegar afleiðingar Alex hefur verið greindur með áfallastreituröskun og nýlega með áráttuhegðun sem hefur verið tengd við ofbeldið. „Það má enginn koma við hárið á mér þá hrekk ég í kút og það má enginn segja mér til því þá bregst ég mjög illa við og ég er alltaf með einhvern hlut á mér til þess að láta mér líða betur. Hann einmitt sagði mér stundum til og var oft að strjúka á mér höfuðið, þessi maður,“ segir Alex sem segir afleiðingarnar enn að koma í ljós. Andlega og fjárhagslega tjónið sé gríðarlegt. „Ég er búinn að vera hjá geðlæknum og sálfræðingum.“ Þá hafi hann flosnað upp úr mörgum vinnum vegna vanlíðunar sem hann tengir við ofbeldið sem hann varð fyrir. „Bara hætt og gefist upp og þetta er eitthvað sem er að fylgja mér núna og þess vegna er ég í meðferð við áfallastreituröskun,“ segir Alex. Alex vonast til að borgin sé tilbúin að semja einnig við aðra þolendur mannsins.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira