Innlent

Kölluð út snemma morguns vegna ölvaðs manns í jóla­skapi

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn taldi ekkert athugavert við að hengja upp jólaseríurnar á þessum tíma dags.
Maðurinn taldi ekkert athugavert við að hengja upp jólaseríurnar á þessum tíma dags. Getty

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjötta tímanum í morgun eftir að tilkynning barst um „undarleg hljóð frá stigagangi í fjölbýlishúsi í hverfi 201“ í Kópavogi.

Í tilkynningu segir að lögregla hafi farið á vettvang og þar hafi íbúi verið að hengja upp jólaseríur á svölum íbúðar sinnar.

„Íbúinn var frekar ölvaður og taldi ekkert athugavert við þetta á þessum tíma sólarhrings. Íbúanum var fyrirskipað að gefa öðrum íbúum svefnfrið. 

Ekki bárust frekari tilkynningar eftir afskipti lögreglu,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×