Gunnhildur Yrsa: Búnar að spila saman í allt sumar og það gleymist ekki á einum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. nóvember 2020 18:31 Gunnhildur Yrsa átti flottan leik á miðju Vals í dag. Vísir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, einn af markaskorurum Vals í öruggum 3-0 sigri á HJK Helsinki frá Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, var eðlilega mjög ánægð með sigur dagsins. Sigurinn þýðir að Valur er komið áfram í næstu umferð undankeppninnar sem leikin verður 18. og 19. nóvember. „Þetta var bara glæsilegur sigur. Þetta er mjög erfitt lið og við erum ekkert búnar að æfa mikið saman, held við náð tveimur æfingum fyrir þennan leik á einum mánuði svo ég er ánægð með þennan sigur. Það var barátta í kvöld og mér fannst þær koma frábærar til leiks en það var gott að fá mark í byrjun og svo var bara að halda hreinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa sem kom Val á bragðið með fyrsta marki leiksins í dag. „Þetta gekk mjög vel. Við erum náttúrulega búnar að spila saman í allt sumar og þetta gleymist ekki á einum mánuði. Kannski aðallega leikformið sem fer fljótt en mér fannst við leysa það vel í dag, ég var ánægð með stelpurnar og allt liðið,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð út í upplegg Vals sem gekk nær fullkomlega upp þrátt fyrir fáar sem engar æfingar undanfarnar vikur. Gunnhildur Yrsa þurfti að bíða aðeins eftir að komast í viðtal þar sem Pétur Pétursson, þjálfari hennar, talaði út í eitt eftir leik eins og hann er þekktur fyrir. Aðspurð hvort kuldinn væri farinn að segja til sín þá neitaði hún því, verandi Íslendingur þá væri maður orðinn öllu vanur sagði Gunnhildur. Að lokum var Gunnhildur spurð út í hvernig það væri að spila í nóvember á Íslandi. „Þetta er náttúrulega gott fyrir okkur að geta æft, við fengum undanþágu til að æfa og spila þennan leik. Svo eru náttúrulega landsleikir í lok nóvember og byrjun desember svo þetta er mjög gott fyrir okkur að geta haldið okkur í leikformið og haldið áfram. Þetta er gott fyrir okkur og íslenskan fótbolta, að geta fylgst með okkur í Meistaradeildinni,“ sagði Gunnhildur Yrsa að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50 Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31 Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Frábært pressa Vals skilaði þeim örugglega áfram í Evrópu Leikur Vals og HJK frá Helsinki í Finnlandi í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Valur byrjaði leikinn hreint frábærlega og gekk í raun frá finnska liðinu á rúmum hálftíma, staðan þá 3-0. Reyndust það lokatölur leiksins að Hlíðarenda í dag. 4. nóvember 2020 16:50
Pétur Péturs: Spennandi að spila í Meistaradeildinni, spennandi að ná árangri Pétur Pétursson var eðlilega mjög sáttur með 3-0 sigur Vals á HJK Helsinki í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Sigurinn einkar öruggur og segja má að upplegg Vals hafi gengið nær fullkomlega upp í dag. 4. nóvember 2020 17:31
Fyrirliði Vals vonast til að tvær æfingar séu nóg til að komast áfram í Meistaradeildinni Valur mætir HJK frá Helsinki á morgun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Undirbúningurinn hefur verið sérstakur segir fyrirliði liðsins, Hallbera Guðný Gísladóttir. 3. nóvember 2020 21:00