„Erum að senda Íslending úr landi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 16:50 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“ Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Helgi gagnrýndi harðlega málsmeðferð yfirvalda í máli fjölskyldu frá Senegal sem til stendur að vísa úr landi. Um er að ræða hjón með tvær dætur sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. „Í þessari fjölskyldu er meðal annars sex ára einstaklingur sem fæddist hér og hefur verið hér alla sína ævi. Foreldrarnir eru ekki með dvalarleyfi og þess vegna verður allri fjölskyldunni vísað úr landi,“ sagði Helgi og bætti við að þessi tiltekni einstaklingur væri einfaldlega Íslendingur. „Við erum að senda Íslending úr landi, einstakling sem fæddist hér og hefur aldrei verið annars staðar en hér, en lögin okkar líta ekki þannig á málið.“ Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Að óbreyttu stendur til að vísa þeim úr landi en dæturnar eru fæddar og uppaldar hér á landi.Visir/Sigurjón Helgi beindi fyrirspurn sinni til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og spurði hvort hún muni beita sér fyrir því í ríkisstjórn að gerðar verði umbætur á málaflokknum, umfram það að laga „tæknileg skilvirknivandamál.“ Katrín sagðist ekki ætla að ræða einstaka málen að stjórnvöld hafi á liðnum árum unnið að því að stytta fresti til að gera kerfið mannúðlegra. Þá sagði hún að þverpólíska þingmannanefndin mætti taka til skoðunar lagaumhverfi útlendingalaganna sem samþykkt voru 2016. „Því að sjálf er ég þeirrar skoðunar að þær lagabreytingar hafi verið góðar, að þau markmið sem þar eru sett um mannúð og skilvirkni séu góð. En ég lít líka svo á að það sé skylda okkar allra sem samþykktu þetta frumvarp, ég var ein af þeim, að horfa til þess hvernig framkvæmdin hefur gengið eftir.“
Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00 Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföður frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. 3. nóvember 2020 19:00
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“