Erlent

Felli­bylurinn Eta herjar á íbúa í Mið-Ameríku

Atli Ísleifsson skrifar
Frá bænum Tela í Hondúras þar sem úrhellisrigning hefur fylgt Eta.
Frá bænum Tela í Hondúras þar sem úrhellisrigning hefur fylgt Eta. EPA

Fellibylurinn Eta gekk á land í Níkaragva í gær þar sem gríðarlegt úrhelli og miklir vindar hafa herjað á íbúa.

BBC segir frá því að tveir námuverkamenn hafi dáið þegar aurskriða féll í bænum Bonanza á norðurströnd landsins. Þá segir að þrettán ára stúlka hafi látist í bænum San Pedro Sula í Hondúras þegar veggur hrundi í óveðrinu ofan á rúmið þar sem hún lá sofandi.

Nokkuð hefur dregið úr styrk Eta eftir að hann gekk á land og flokkast hann nú sem hitabeltisstormur.

Þegar Eta gekk á land í Níkaragva í gær flokkaðist hann sem fjórða stigs fellibylur þar sem vindstyrkurinn náði 63 metrum á sekúndu.

Fréttir hafa borist af því að tré hafi rifnað upp með rótum og mannvirki skemmst í bænum Puerto Cabezas, en spáð er að Eta gangi yfir norðurhluta Níkaragva í dag og haldi svo norðar á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×