Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2020 18:46 epa/Radek Pietruszka Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Hundruð þúsunda hafa mótmælt ákvörðuninni í nær tvær vikur. Michał Dworczyk, skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Guardian í dag að leiðtogar stjórnarinnar réðu nú ráðum sínum og freistuðu þess að finna lausn á málinu. „Það eru samræður í gangi og það væri gott að taka smá tíma til að tala saman og finna nýjan flöt á þessari stöðu, sem er erfið og tilfinningaþrungin,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Mateusz Morawiecki hefur sagst vilja ræða við mótmælendur og stjórnarandstæðinga til að finna lausn. Nokkuð liggur á þar sem hin fjölmennu mótmæli ganga þvert gegn fyrirmælum og vilja pólskra sóttvarnayfirvalda, sem hafa bannað fleirum en fimm að koma saman vegna Covid-19. Lögspekingar segja tafirnar ótækar Lög um þungunarrof eru ströng í Póllandi en ef ákvörðun stjórnlagadómstólsins verður fylgt eftir verða þungunarrof aðeins heimil í þeim tilvikum þegar líf móðurinnar er í hættu eða þegar þungunin er afleiðing glæps, þ.e. nauðgunar eða sifjaspells. Forseti Póllands, Andrzej Duda, hefur lagt til að lögunum verði breytt á þann veg að þungunarrof yrðu heimil í þeim tilvikum þegar fósturgallarnir myndu að öllum líkindum leiða til dauða barnsins en yrðu bönnuð þegar um væri að ræða heilkenni á borð við Downs. Hugmyndin er ekki sögð njóta nægs stuðnings í þinginu til að verða að raunveruleika. Lögspekingar segja pattstöðuna sem upp er komin verstu mögulegu niðurstöðuna í málinu en lög kveða á um að ákvarðanir stjórnlagadómstólsins séu birtar og taki gildi umsvifalaust. Það eigi ekki að vera hægt að fresta áhrifum ákvarðanna dómstólsins eftir geðþótta.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Lagt til að konur sem mega ekki fara í þungunarrof í heimalandinu fái þjónustuna á Íslandi Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs fyrir konur sem ekki mega undirgangast það í heimalandi sínu. 2. nóvember 2020 18:31