Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 10:24 Þungvopnaðir lögreglumenn í morgun á einum af nokkrum vettvöngum árásarinnar í Vín í gærkvöldi. Getty/Thomas Kronsteiner Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent