Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 12:16 Johnny Depp hefur verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood síðustu árin eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Getty Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum.
Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23