Liverpool í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 13:31 Jürgen Klopp er hér kannski að reyna útskýra það hvernig liðið sem hefur fengið á sig flest mörk geti verið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Paul Ellis Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Liverpool náði tveggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir enn einn endurkomusigurinn. Liverpool lenti enn á ný undir snemma leiks á heimavelli sínum, nú á móti West Ham. Sama gerðist í heimaleikjum á móti Arsenal og Sheffield United á Anfield. Í öll skiptin hefur Liverpool náð að snúa leiknum sér í hag og landa öllum þremur stigunum. Liverpool hefur vissulega fullt hús í fjórum heimaleikjum en á samt enn eftir að halda marki sínu hreinu á Anfield í titilvörninni. Liverpool hefur því skorað nægilega mörg mörk til að ná í 16 stig af 21 mögulegu og gera þar með betur en öll hin lið deildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Leikmenn Liverpool hafa skorað 17 mörk og þurft á þeim öllum að halda. Teams that have conceded the most goals in the PL so far this season: Liverpool - 15 Brighton - 14 West Brom - 14 Fulham - 14 Man Utd - 13 Southampton - 12Liverpool conceded the least goals in the league last season & #MUFC conceded the 3rd least pic.twitter.com/7e1RkzO1UB— Oddschanger (@Oddschanger) November 2, 2020 Liverpool situr nefnilega í toppsæti lista sem sæmir varla toppliði ensku úrvalsdeildarinnar. Svo sérstaka staða er nefnilega uppi í dag að Liverpool hefur fengið á sig flest mörk af öllum tuttugu liðum deildarinnar. Liverpool menn hafa sótt boltann fimmtán sinnum í markið hjá sér eða einu sinni ofar en leikmenn Brighton & Hove Albion, West Bromwich Albion og Fulham. Fulham og West Bromwich Albion mætast reyndar í kvöld og gætu forðað Liverpool liðinu úr þessu vandræðalega sæti. Það er þó ekki bara hægt að kenna fjarveru Virgil Van Dijk um þetta því hann var til staðar þegar Liverpool fékk á sig þrjú mörk á heimavelli á móti Leeds og þegar Liverpool fékk á sig sjö mörk á útivelli á móti Aston Villa. Liverpool hefur aðeins haldið einu sinni marki sínu hreinu í fyrstu sjö deildarleikjum sínum á tímabilinu og það var í 2-0 sigri á Chelsea á Stamford Bridge en þar voru Liverpool menn manni fleiri allan seinni hálfleikinn. Í hinum sex leikjunum hefur liðið fengið á sig fimmtán mörk eða 2,5 mörk að meðaltali í leik. Liverpool fékk á sig samtals 33 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð og er því þegar búið að fá á sig 45 prósent af mörkunum sem liðið fékk á sig á meistaratímabilinu 2019-20. Liðið er hins vegar aðeins búið að með átján prósent leikjanna. Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Flest mörk fengin á sig í ensku úrvalsdeildinni 2020-21: (Til og með 1. nóvember 2020) 1. Liverpool 15 mörk 2. Brighton & Hove Albion 14 mörk 2. West Bromwich Albion 14 mörk 2. Fulham 14 mörk 5. Manchester United 13 mörk 6. Southampton 12 mörk 6. Burnley 12 mörk 8. Everton 11 mörk 8. Newcastle United 11 mörk 8. Crystal Palace 11 mörk
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira