Enski boltinn

Keane reiddi hátt til höggs: „Sá enga leiðtoga hjá United“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester United hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. getty/Paul Ellis

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór hörðum orðum um frammistöðu síns gamla liðs eftir tapið fyrir Arsenal í gær, 0-1. United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í 15. sæti hennar.

„Fyrir leikinn töluðum við um að taka frumkvæði, vera ákveðnir sem heimaliðið en það gekk ekki eftir,“ sagði Keane.

„Fyrir utan það vantaði kraft, orku og gæði. Það sem truflaði mig sérstaklega í seinni hálfleik þegar þeir komust í ágætar stöður eftir að þeir lentu undir var hversu lélegt þetta var. Engin yfirvegun. Margir voru slakir.“

Keane sagði að United-liðið hafi verið leiðtogalaust í leiknum í gær.

„Ég sá enga leiðtoga þarna. Þér ber að bretta upp ermar, það eiga alvöru karakterar hjá United að gera. Eins og Nobby Stiles, með ljónshjarta,“ sagði Keane og vísaði til Englands- og Evrópumeistarans sem lést á föstudaginn.


Tengdar fréttir

Arsenal sótti loks sigur á Old Trafford

Arsenal gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×