Erlent

Vil­hjálmur Breta­prins greindist með kórónu­veiruna í apríl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fullyrt er í breskum fjölmiðlum að Vilhjálmur hafi greinst með kórónuveiruna í apríl síðastliðnum en leynt því fyrir bresku þjóðinni.
Fullyrt er í breskum fjölmiðlum að Vilhjálmur hafi greinst með kórónuveiruna í apríl síðastliðnum en leynt því fyrir bresku þjóðinni. Getty/Jack Hill - WPA Pool

Vilhjálmur Bretaprins, hertoginn af Cambridge, greindist með kórónuveiruna í apríl á þessu ári. Frá þessu er greint á vef BBC og haft eftir heimildarmönnum innan úr konungsfjölskyldunni.

Talið er að Vilhjálmur hafi greinst á svipuðum tíma og faðir hans, Karl Bretaprins, en hann hafi ákveðið að leyna því fyrir bresku þjóðinni til að valda ekki frekara uppnámi. Greint var frá því í fjölmiðlum í lok mars að Karl hefði smitast af veirunni.

Það var breska slúðurblaðið The Sun sem fyrst sagði frá því að Vilhjálmur hefði smitast af veirunni í vor.

Þar segir að Vilhjálmur hafi ekki viljað segja neinum frá greiningunni því mikilvægir hlutir hefðu verið í gangi og hann vildi ekki valda neinum áhyggjum.

Hann var í einangrun á heimili sínu í Anmer Hall í Norfolk og var sinnt af læknum konungsfjölskyldunnar, að því er fram kom í frétt The Sun.

BBC leitaði eftir viðbrögðum frá Kensington Palace, skrifstofu og heimili Vilhjálms og fjölskyldu hans, en höllin neitaði að tjá sig um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×