Enski boltinn

Sout­hampton í þriðja sætið eftir markaleik á Villa Park

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southampton vann góðan sigur á Villa í dag.
Southampton vann góðan sigur á Villa í dag. Michael Steele/Getty Images

Southampton er komið í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir  4-3 sigur á Aston Villa á útivelli í dag.

Leikurinn var í raun leikur kattarins að músinni. Fyrsta markið skoraði Daninn Jannik Vestergaard á 20. mínútu eftir hornspyrnu James Ward-Prowse.

Annað markið kom á 33. mínútu en þá skoraði Ward-Prowse sjálfur. Hann skoraði þá beint úr aukaspyrnu og hann endurtók leikinn á 45. mínútu er hann skoraði aftru beint úr aukaspyrnu.

Ekki skánaði ástandið fyrir Villa á 58. mínútu er Danny Ings skoraði með góðu skoti en Tyron Mings minnkaði muninn fyrir Villa á 62. mínútu eftir hornspyrnu Jack Grealish.

Ollie Watkins lagaði svo enn frekar stöðuna fyrir Villa er hann skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Ekki var allt fjörið búið því Jack Grealish minnkaði muninn enn frekar. Nær komust Villa-menn ekki og lokatölur 4-3 sigur Southampton sem er komið í þriðja sæti deildarinnar.

Villa er að fatast flugið eftir góða byrjun en liðið er í 7. sæti deildarinnar með tólf stig eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×