Lögreglumenn vísuðu vongóðum kylfingum af velli Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:11 Lögreglumenn vísaði kylfingum af Hólmsvelli við Leiru í dag. Myndin er þó frá Korpu, en þar er einnig óheimilt að spila golf líkt og annars staðar. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“ Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“
Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13