Smituðum fjölgaði um milljón á fjórtán dögum Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2020 14:42 Donald Trump, forseti, á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. AP/Bruce Kluckhohn Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Alls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast af Nýju kórónuveirunni frá því heimsfaraldur hennar hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum og hefur metfjöldi nýsmitaðra greinst undanfarna daga. Það tók Bandaríkin einungis fjórtán daga að fara úr átta milljónum smitaðra í níu milljónir og hefur smitum aldrei fjölgað svo hratt þar í landi. Mörg ríki Bandaríkjanna hafa tilkynnt metfjölda nýsmitaðra á undanförnum dögum. Tæplega 230 þúsund manns hafa dáið í Bandaríkjunum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem Nýja kórónuveiran veldur, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þær tölur byggja á opinberum tölum. Á fimmtudaginn greindust alls 91 þúsund manns í Bandaríkjunum og er útlit fyrir að fjöldinn hafi verið enn meiri í gær. Samkvæmt CNN hafa þeir fimm dagar þar sem flestir greinast smitaðir gerst á síðustu átta dögum. Robert Redfield, yfirmaður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, sagði í viðtali í gær að einkennalaust ungt fólk væri að miklu leyti að valda dreifingu veirunnar. Faraldurinn færi á milli tólf til 30 ára gamals fólks og færðist þaðan yfir á eldra og viðkvæmara fólk. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gær að læknar og sjúkrahús fengju meiri peninga ef þeir héldu því fram að fleiri létu lífið vegna veirunnar. „Þið við að læknarnir okkar fá meiri peninga ef einhver deyr úr Covid. Þið vitið það,“ sagði Trump. Hann sagði að í öðrum ríkjum eins og Þýskalandi væru dauðsföll skráð öðruvísi. Ef Þjóðverji með krabbamein fái Covid og deyi sé það ekki skráð sem dauðsfall vegna Covid. „Hjá okkur er það þannig að ef þú ert í vafa, þá er velur þú Covid.“ Þeir væru sem sagt að gera of mikið úr faraldrinum í Bandaríkjunum og græða á því. Hann sagði einnig að gróðinn fyrir hvert dauðsfall væri um tvö þúsund dalir en útskýrði það ekki nánar. Heilbrigðisstarfsmenn hafa brugðist reiðir við þessum ásökunum forsetans. Enda virðast þær vera alfarið rangar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa ekki fundið neinar sannanir fyrir máli Trump. Í yfirlýsingu frá samtökum lækna í bandaríkjunum segir að heilbrigðisstarfsmenn hafi hætt heilsu sinni og jafnvel lífi til að bjarga lífum annarra. Það sé svívirðilegt að halda því fram að þeir ýki tölur um fórnarlömb Covid til að hagnast. „Covid-19 tilfellum eru að ná nýjum hæðum. Í stað þess að ráðast á okkur og varpa fram innistæðulausum ásökunum að heilbrigðisstarfsmönnum, ættu leiðtogar okkar að fylgja vísindunum og hvetja fólk til að fara eftir sóttvarnarráðum sem við vitum að virka. Að vera með grímur, þvo hendur og stunda félagsforðun,“ sagði Susan R. Baily, yfirmaður samtaka lækna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01 Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Bandaríkjamenn sem ekki hafa þegar greitt atkvæði, ganga margir hverjir til kosninga á þriðjudaginn. Helstu kostirnir í forsetakosningunum að þessu sinni eru þeir Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseti og öldungadeildarþingmaður. 31. október 2020 07:01
Metfjöldi nýsmitaðra í Bandaríkjunum: „Fleiri próf jafngilda fleiri tilfellum“ Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær, fimmtudag. Alls greindust 91 þúsund manns og met nýsmitaðra voru slegin í fjölda ríkja. Forseti Bandaríkjanna segir ástæðu þess að svo margir greinast vera fjölda prófa. 30. október 2020 23:00