Innlent

Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir/Vilhelm

„Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi.

Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Hafa myndir og myndbönd af fögnuðinum ratað á samfélagsmiðla þar sem tveggja metra reglan og fjöldatakmarkanir eru ekki virtar.

20 manna samkomubann gilti í gærkvöldi en á miðnætti tóku harðari reglur gildi þar sem samkomur eru takmarkaðar við tíu manns.

Þórólfur hefur ekki séð myndböndin af fögnuðinum en finnst miður að heyra af þessu.

„Þó menn séu að fagna þá held ég að menn þurfi að passa sig. Það er akkúrat í þeirri stöðu sem við höfum verið að fá hópsýkingar upp. Það er í vinahópum, veisluhópum, á vinnustöðum eða annað þar sem fólk telur sig vera öruggt og telur sig geta brotið þessar reglur. Mér finnst bara miður ef svo hefur verið,“ segir Þórólfur.


Tengdar fréttir

Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns

Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.