Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2020 10:53 Leikmenn og starfslið Vals fagnaði í Fjósinu í gær. Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. Valsmenn voru með átta stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla þegar Knattspyrnusambandið tilkynnti að mótið hefði verið blásið af í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar. „Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í gærkvöldi. 27 á hópmynd Hópurinn virðist hafa ákveðið að fagna saman í Fjósinu en þar var meðal annars tekin hópmynd af liðinu, allir með grímu, undir merki félagsins. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, deildi hópmyndinni og velti fyrir sér hvort ekki væri verið að brjóta samkomubann, sem miðaði í gær við tuttugu manns. Á myndinni eru 27 saman í hóp, leikmenn og starfsmenn. Samkomubann hvað? pic.twitter.com/cvkDchiGfS— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 30, 2020 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR í knattspyrnu, vakti athygli á því hvernig Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki fögnuðu sínum Íslandsmeistaratitli. Birti hún mynd af leikmönnum Blika á fjarfundi til hliðar við hópmynd Valsara. Íslandsmeistarar kvk og íslandsmeistara kk að fagna titli í gær! Augljóst hvaða lið vinnur líka titil samfélagsins 🤝 Til hamingju @BreidablikFC @astaeir @berglindbjorg10 @hildurantons pic.twitter.com/nZ1tkkY1s7— Þórdís Hrönn (@sosi93) October 31, 2020 Þá var hellt í glös og á einum tímapunkti stóðu leikmenn á stólum og sungu saman. Myndbandi úr gleðskapnum var deilt í stuðningsmannahópi Vals á Facebook sem telur á þriðja þúsund manns. Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, hafði ekki heyrt af gleðskapnum þegar Vísir hafði samband í morgun. Gleðskapurinn hafi ekki verið á vegum félagsins en honum skiljist að samkoman hafi staðið yfir í um klukkustund, á níunda tímanum í gærkvöldi. „Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins,“ segir Árni Pétur. Framkvæmdastjóri Vals og formaður knattspyrnudeildar hafi heldur ekki vitað af hittingnum. Árni Pétur segist ætla að fá frekari skýringar á þessu í dag. „Þetta stóð stutt yfir en ég harma að þetta hafi gerst.“ Passa sig ekki í partýjum Tuttugu manna samkomubann var í gildi á landinu í gærkvöldi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað sérstaklega við gleðskap og vakti athygli á því í byrjun október, við hertar aðgerðir, að fólk gleymdi sér í gleðskap. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglugerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað við partýhaldi.Vísir/Vilhelm Fjölmörg lið höfðu ástæðu til að hlæja eða gráta í gærkvöldi þegar mótið var blásið af. Skiptar skoðanir eru um ákvörðun KSÍ sem litast af hagsmunum liða með þá ákvörðun að blása mótið af. Í tilfelli Magna frá Grenivík féll liðið úr 1. deild á eins marks mun. Kvennalið KR féll úr efstu deild en liðið hafði spilað tveimur leikjum færri en liðin fyrir ofan vegna endurtekinnar sóttkvíar í sumar. Pepsi Max-deild karla Valur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. Valsmenn voru með átta stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildar karla þegar Knattspyrnusambandið tilkynnti að mótið hefði verið blásið af í kjölfar hertra aðgerða á landinu vegna kórónuveirunnar. „Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, í gærkvöldi. 27 á hópmynd Hópurinn virðist hafa ákveðið að fagna saman í Fjósinu en þar var meðal annars tekin hópmynd af liðinu, allir með grímu, undir merki félagsins. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu í handbolta, deildi hópmyndinni og velti fyrir sér hvort ekki væri verið að brjóta samkomubann, sem miðaði í gær við tuttugu manns. Á myndinni eru 27 saman í hóp, leikmenn og starfsmenn. Samkomubann hvað? pic.twitter.com/cvkDchiGfS— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 30, 2020 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR í knattspyrnu, vakti athygli á því hvernig Íslandsmeistarar Breiðabliks í kvennaflokki fögnuðu sínum Íslandsmeistaratitli. Birti hún mynd af leikmönnum Blika á fjarfundi til hliðar við hópmynd Valsara. Íslandsmeistarar kvk og íslandsmeistara kk að fagna titli í gær! Augljóst hvaða lið vinnur líka titil samfélagsins 🤝 Til hamingju @BreidablikFC @astaeir @berglindbjorg10 @hildurantons pic.twitter.com/nZ1tkkY1s7— Þórdís Hrönn (@sosi93) October 31, 2020 Þá var hellt í glös og á einum tímapunkti stóðu leikmenn á stólum og sungu saman. Myndbandi úr gleðskapnum var deilt í stuðningsmannahópi Vals á Facebook sem telur á þriðja þúsund manns. Árni Pétur Jónsson, formaður Vals, hafði ekki heyrt af gleðskapnum þegar Vísir hafði samband í morgun. Gleðskapurinn hafi ekki verið á vegum félagsins en honum skiljist að samkoman hafi staðið yfir í um klukkustund, á níunda tímanum í gærkvöldi. „Ég er auðvitað miður mín og mér finnst þetta mjög leiðinlegt og alls ekki í anda félagsins,“ segir Árni Pétur. Framkvæmdastjóri Vals og formaður knattspyrnudeildar hafi heldur ekki vitað af hittingnum. Árni Pétur segist ætla að fá frekari skýringar á þessu í dag. „Þetta stóð stutt yfir en ég harma að þetta hafi gerst.“ Passa sig ekki í partýjum Tuttugu manna samkomubann var í gildi á landinu í gærkvöldi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað sérstaklega við gleðskap og vakti athygli á því í byrjun október, við hertar aðgerðir, að fólk gleymdi sér í gleðskap. Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglugerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. „Það er erfitt að ná til fólks og það er kannski erfitt að fá fólk til að fara eftir þessu og þá sérstaklega fólk í sínum vinakreðsum. Það er eins og fólk haldi að það geti haldið fimmtíu eða hundrað manna partí án þess að passa sig, bara af því að allir eru vinir,“ sagði Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað við partýhaldi.Vísir/Vilhelm Fjölmörg lið höfðu ástæðu til að hlæja eða gráta í gærkvöldi þegar mótið var blásið af. Skiptar skoðanir eru um ákvörðun KSÍ sem litast af hagsmunum liða með þá ákvörðun að blása mótið af. Í tilfelli Magna frá Grenivík féll liðið úr 1. deild á eins marks mun. Kvennalið KR féll úr efstu deild en liðið hafði spilað tveimur leikjum færri en liðin fyrir ofan vegna endurtekinnar sóttkvíar í sumar.
Í takmörkun á samkomum felst að fjöldasamkomur eru óheimilar á gildistíma þessarar reglugerðar. Með fjöldasamkomum er átt við það þegar fleiri en 20 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Á samkomum, öllum vinnustöðum og í allri annarri starfsemi, meðal annars þeirri sem talin er upp í 3. gr., skal tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.
Pepsi Max-deild karla Valur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í Fjósinu | Myndband Valsmenn fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, samkomuhúsi Vals. 30. október 2020 23:03
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50