Íslenski boltinn

Framarar segja þetta „sorgardag í sögu fótboltans á Íslandi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Íshólm varði mark Framarar í sumar.
Ólafur Íshólm varði mark Framarar í sumar.

Fram situr eftir með sárt ennið í Lengjudeild karla eftir að KSÍ tilkynnti í dag að allt mótahald yrði blásið af vegna kórónuveirunnar.

Þegar allt var sett á ís fyrr í þessum mánuði voru Fram í 3. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Leiknir í öðru sætinu, en með lakari markahlutfall.

Eftir ákvörðun KSÍ í dag sitja Framarar þar af leiðandi eftir í Lengjudeildinni og það er ekki mikil gleði í Safamýrinni ef marka má Facebook-síðu félagsins.

„Á þessum sorgardegi í sögu fótboltans á Íslandi reynum við Framarar að sjá eitthvað jákvætt.“

Svona hefst færslan en í henni er tilkynnt um að þrír leikmenn félagsins hefðu skrifað undir nýjan samning við félagið.

„Í dag var gengið frá endurnýjun á samningi við tvo leikmenn meistaraflokks karla og nýjum samningi við ungan og efnilegan leikmann.“

Orri Gunnarsson, Matthías Kroknes Jóhannsson og Benjamín Jónsson hafa framlengt samning sinn við félagið. Samningur Orra og Matthíasar er til tveggja ára en Benjamín til þriggja.


Tengdar fréttir

Magnamenn ætla að leita réttar síns

Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Magna Grenivíkur í Lengjudeild karla var eðlilega manna ósáttastur með ákvörðun KSÍ. Magni fellur úr Lengjudeildinni á markatölu, einu marki munar á liði Magna og Þrótti Reykjavíkur.

Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg.

Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár.

Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.