Diego Maradona í sóttkví á sextugsafmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:00 Diego Armando Maradona heilsar áhorfendum fyrir leik liðs hans Gimnasia y Esgrima La Plata á móti hans gamla félagi Boca Juniors. Getty/Marcos Brindicci Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira