Diego Maradona í sóttkví á sextugsafmælinu sínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 10:00 Diego Armando Maradona heilsar áhorfendum fyrir leik liðs hans Gimnasia y Esgrima La Plata á móti hans gamla félagi Boca Juniors. Getty/Marcos Brindicci Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Diego Maradona er kominn í sóttkví á heimili sínu í Argentínu eftir að einn af lífvörðum hans sýndi einkenni um það að hann væri kominn með kórónuveiruna. Diego Maradona er einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og einn af þeim litríkustu líka. Hann fór hátt þegar hann var upp á sitt besta en fallið var líka hátt þegar ferillinn endaði illa þökk sé neyslu hans á eiturlyfjum og árangursbætandi lyfjum. Maradona hefur einnig flakkað mikið sem knattspyrnustjóri en er oft fljótur að fá nýtt starf enda goðsögn í lifandi lífi. Argentina soccer great Diego Maradona is self-isolating after one of his bodyguards displayed symptoms of COVID-19, the country's state-run news agency Telam reported on Tuesday. https://t.co/35CT30BVgC— Reuters Sports (@ReutersSports) October 28, 2020 Diego Maradona heldur upp á sextugsafmælið sitt á morgun og þeir sem þekkja til hans áttu eflaust von á mikilli veislu á slíkum tímamótum. Það verður hins vegar ekkert af slíkri veislu á meðan Maradona er í sóttkví en hann sjálfur er í áhættuhópi vegna kórónuveirunnar. Veislan verður væntanlega að bíða betri tíma. Diego Maradona fór í sóttkví á þriðjudaginn og þar sem hann hefur glímt við heilsukvilla af ýmsum gerðum þá munu menn örugglega reyna að passa upp á hann. Maradona hefur áður komist nærri því að veikjast. Einn leikmaður hans greindist með kórónuveiruna fyrr í þessum mánuði en Maradona var þá neikvæður í smitprófi. Maradona er núna þjálfari argentínska úrvalsdeildarfélagsins Gimnasia y Esgrima La Plata og næsti leikur liðsins er einmitt á morgun, föstudag, sjálfan afmælisdag knattspyrnustjórans. Maradona gæti misst af honum alveg eins og afmælisveislunni. Diego Maradona was asked what he wants for his 60th birthday pic.twitter.com/sVwWCFiPSn— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Argentína Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira