Telja hættu á félagslegum aðskilnaði vegna hlutdeildarlána Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2020 21:02 Sigríður Maack, arkitekt og stjórnarkona í Arkitektafélagi Íslands. mynd/Arnar Halldórsson Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður. Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira
Verulegar athugasemdir hafa verið gerðar við reglur um hlutdeildarlán í umsagnarferli þeirra. Félag arkitekta telur hættu á félagslegum aðskilnaði og Reykjavíkurborg telur að fáir geti nýtt úrræðið í höfuðborginni á næstu misserum. Opnað verður fyrir umsóknir um hlutdeildarlán 1. nóvember, eða á sunnudaginn. Lánin eru ætluð til fasteignakaupa fyrir þá sem teljast tekju- eða efnaminni. Fólk leggur út fyrir 5% af kaupverði, fær hefðbundið lán fyrir 65-75% og hlutdeildarlán fyrir 20-30%. Hvorki þarf að greiða afborganir né vexti af hlutdeildarláni en það þarf að greiða aftur við sölu eða eftir allt að 25 ár. Einungis er lánað fyrir nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en á landsbyggðinni er einnig lánað fyrir eldri íbúðum. Skilyrðin eru útfærð í reglugerð, sem hefur verið til umsagnar, og samkvæmt henni má stúdíóíbúð að hámarki kosta 32 milljónir, eins herbergja íbúð rúmar 35 og þakið hækkar samhliða stærð. Samkvæmt könnun sem Reykjavíkurborg gerði við vinnslu sinnar umsagnar um drög að reglugerðinni uppfylla aðeins íbúðir í einni fasteign á höfuðborgarsvæðinu skilyrðin sem sett eru til kaupa á stúdíóíbúð og eins herbergja íbúð. Það er hagkvæmar íbúðir sem eru í byggingu í Þorpinu í Gufunesi. Þær sem verða afhentar fyrst eru hins vegar flestar seldar og þar sem enn hefur ekki verið opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán er talið að lítil nýting verði á úrræðinu í hópi þeirra kaupenda. Borgin telur að úrræðið eigi einnig að eiga við um eldri íbúðir og segir útlit fyrir að fáir muni geta nýtt það á næstu árum. Arkitektafélag Íslands gerir verulegar athugasemdir og stjórnarkona segir fyrirkomulagið geta stuðlað að einsleitum hverfum þar sem lágtekjufólk sem treysti á lánin verði búsett. Það geti haft neikvæðar félagslegar afleiðingar. „Við þurfum líka að horfa á félagslega þáttinn og það getur orðið okkur samfélagslega dýrt að horfa ekki til heildarmynarinnar,“ segir Sigríður Maack, arkitekt. Í umsögn svæðisskipulagsstjóra á höfuðborgarsvæðinu segir hætt við að uppbyggingu verði beint á jaðarsvæði vegna verðmarka. Það vinni gegn skipulagi svæðisins. Arkitektar telja að setja þurfi skýr skilyrði um gæði þegar verið er að byggja hagkvæmar íbúðir.vísir/anton brink Sigríður segir vanta greiningu á aðgerðinni og telur ekki rétt að takmarka lánin við nýtt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýta eigi og virkja húsnæðið sem fyrir er þannig að nýta megi þjónstu þar í kring. Hún segir jafnframt skorta skilyrði um gæði og telur hættu á byggingarmassa sem standist ekki kröfur. „Ef þetta nýja húsnæði hefur ekki þau gæði sem við ætlumst til í dag er þetta slæm fjárfesting. Þá verða þessar íbúðir erfiðar í endursölu. Þannig fólk verður kannski verr sett en það var áður og geti ekki farið þaðan,“ segir hún. „Það er mikilvægt að vanda sig við þessa fjárfestingu og það er verið að fjárfesta fyrir almannafé. Við sitjum kannski annars uppi með byggingarmassa sem uppfyllir ekki gæðakröfur. Ef við lítum til nágrannalanda eru það fyrst og fremst gæði sem verið er að leggja áherslu á og þau eiga að teljast sjálfsögð þegar verið er að tala um hagkvæmt húsnæði, og kannski ekki síst þá,“ segir Sigríður.
Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Sjá meira