Fótbolti

FIFA ekkert heyrt frá Barcelona

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bartomeu er hér fyrir miðju.
Bartomeu er hér fyrir miðju. vísir/getty

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, segist ekki hafa heyrt frá Barcelona varðandi þátttöku þeirra í úrvalsdeild Evrópu.

Fráfarandi forseti spænska stórveldisins, Josep Maria Bartomeu, staðfesti í þann mund er hann sagði af sér að Börsungar væru hlynntir stofnun deildarinnar og að félagið væri búið að samþykkja að taka þátt ef hún yrði sett á laggirnar.

Í frétt BBC um málið kemur fram að FIFA hafi ekkert heyrt frá Barcelona varðandi málið. Fyrir skömmu greindi BBC einnig frá því að nokkur af stórliðum Evrópu væru að ræða þann möguleika að stofna sína eigin deild, svokallaða úrvalsdeild Evrópu.

„FIFA veit ekki af neinu samkomulagi milli liðanna,“ segir í yfirlýsingu sambandsins.

„Eins og við höfum greint frá þá kemur umræðan um hina svokölluðu „Ofurdeild Evrópu“ reglulega upp og FIFA hefur ekki áhuga á að tjá sig frekar um málið þar sem það eru vel skipulagðar stofnanir innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem eiga að sjá um það,“ segir einnig í yfirlýsingu FIFA um málið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×