Bartomeu henti fram „sprengju“ um leið og hann sagði af sér hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 07:31 Josep Maria Bartomeu talar við blaðamenn á fundinum í gær. EPA-EFE/GERMAN PARGA Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin. Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Barcelona er búið að samþykkja að vera með í nýrri úrvalsdeild Evrópu ef marka má orð fráfarandi forseta Barcelona á blaðamannafundi í gærkvöldi. Margir voru búnir að kalla lengi eftir afsögn Josep Maria Bartomeu og óánægja Lionel Messi með stjórn félagsins hefur lengi verið fjölmiðlamatur. Barcelona president Josep Maria Bartomeu has resigned while also confirming he has accepted proposals for the club to join a European Super League.Full story: https://t.co/KePYZ4Ubnd pic.twitter.com/foitS3Dccy— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Josep Maria Bartomeu hefur verið forseti Barcelona í sex ár og í stjórnartíð hans hefur liðið farið frá því að vera eitt allra besta fótboltalið heims í lið á hraðri niðurleið sem tapaði meðal annars 8-2 fyrir Bayern München í Meistaradeildinni í sumar. Lionel Messi var búinn að fá nóg og ætlaði að yfirgefa félagið í haust en eftir brottför Bartomeu eru menn jafnvel farnir að búast við nýjum samningi. Josep Maria Bartomeu passaði sig þó að fara í burtu með látum því hann henti fram sprengju á sama blaðamannafundi og hann tilkynnti um afsögn sína. Bartomeu sagði frá því á fundinum að hans síðasta verk sem forseti Barcelona hafi verið að samþykkja það að Barcelona tæki þátt í nýrri úrvalsdeild Evrópu. OMG!!! Bartomeu: "I can announce some extraordinary news. Yesterday we accepted a proposal to participate in a future European superleague, which would guarantee the future financial sustainability of the club. And we have accepted the future Club World Cup format."— Dermot Corrigan (@dermotmcorrigan) October 27, 2020 „Ég get sagt ykkur frá stórmerkilegum fréttum. Í gær samþykktum við tillögu um að taka þátt í úrvalsdeild Evrópu í framtíðinni. Þetta mun tryggja stöðugleika í fjármálum félagsins. Við höfum einnig samþykkt nýja heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Josep Maria Bartomeu á blaðamannafundinum í gær. Nýja evrópska úrvalsdeildin er deild á vegum FIFA sem á að innihalda átján af stærstu félögum heims og búa til mikinn pening fyrir viðkomandi félög. Hún er hins vegar sett fram þvert á vilja UEFA og margir líta á hana sem ógn við fótboltann því ríku félög heimsins myndu þá verða enn ríkari. Fyrr í mánuðunum fréttist af því að Liverpool og Manchester United væru í leyniviðræðum um að vera með og þessi yfirlýsing Josep Maria Bartomeu staðfestir að það sé eitthvað mikið að gerast á bak við tjöldin.
Spænski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira