Klopp: Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 08:00 Fabinho situr í grasinu eftir að hann tognaði aftan í læri í leiknum á móti Midtjylland í Meistaradeildinni í gær. EPA-EFE/Michael Regan Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Midtjylland í Meistaradeildinni í gærkvöldi en stærsta frétt kvöldsins á Anfield voru þó meiðsli Brasilíumannsins Fabinho. Liverpool hefur verið í vandræðum með miðvarðarstöðuna enda eru bæði Virgil van Dijk og Joel Matip á meiðslalistanum. Virgil van Dijk sleit krossband og verður ekki meira með á leiktíðinni en meiðsli Matip eru ekki nærri því eins slæm. Í miðvarðarhallæri Liverpool að undanförnu þá nýtti Jürgen Klopp sér fjölhæfni Fabinho og færði hann af miðjunni og niður í vörnina með góðum árangri. Það var því áfall þegar Fabinho settist í grasið eftir hálftíma leik í gær. Fabinho's injury is "exactly the last thing we needed", Liverpool boss Jurgen Klopp has said.More details https://t.co/F4zJaaEBFa #LFC #UCL #bbcfootball pic.twitter.com/7bAryKPFkB— BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2020 „Hann fann tak aftan í læri og það er ekki gott. Hann sagðist hafa getað spilað áfram en gat ekki tekið neina spretti sem hjálpar ekki. Við þurfum að sjá til og við munum vita meira eftir myndatöku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool eftir leikinn. „Við höfum verið að vinna vel út úr stöðunni en þetta var áfall fyrir liðið því nú þurfum við að bregðast við þessu. Þetta var það síðasta sem við þurftum á að halda,“ sagði Klopp. Hinn nítján ára gamli Rhys Williams kom inn á fyrir Fabinho og kláraði leikinn við hlið Joe Gomez í miðri vörninni. Liverpool hélt hreinu en slapp nokkrum sinnum með skrekkinn. „Við erum með unga og óreynda kosti í stöðunni og eins og er þá lítur út fyrir að við þurfum að velja einn þeirra. Rhys stóð sig samt mjög vel í kvöld,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp gat heldur ekki sagt til um það hvort Joel Matip yrði klár í næsta leik. „Ég veit það ekki. Við verðum að bíða og sjá til,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira