Súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 10:31 Heung-Min Son og Harry Kane hafa fagnað mörgum mörkum saman á þessu tímabili en Tottenham er markahæsta liðið í deildinni. Getty/Andrew Boyers Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og enn á ný skoraði hann eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min í framlínu Tottenham hefur alltaf verið góð en hún hefur samt verið í öðrum klassa á þessu tímabili. Son Heung-min er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með átta mörk og Harry Kane er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða átta. Breska ríkisútvarpið tók saman tölurnar með þessu frábæra tvíeyki í framlínunni hjá Jose Mourinho. Son Heung-min and Harry Kane linked up yet again as Spurs moved up to fifth in the Premier League. https://t.co/7BYxbHWFN2 pic.twitter.com/etpFUTDDN9— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Harry Kane hefur alls komið með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex leikjum Tottenham með fimm mörkum og átta stoðsendingum en liðið hefur skorað samtals sextán mörk. Kane hefur því komið að 81 prósent marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu. Aldrei áður hefur leikmaður náð að koma með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og Son Heung-min er ekki langt á eftir því hann hefur komið að tíu mörkum með átta mörkum og tveimur stoðsendingum. Það er einkum súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru. Kane átti stoðsendinguna á Son í sigurmarkinu í gær en þeir hafa unnið saman í átta öðrum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Son and Kane combine for their 29th Premier League goal Only Drogba and Lampard have combined for more in Premier League history. pic.twitter.com/cc7rpcqYuF— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Harry Kane lagði upp fjögur mörk fyrir Son í 5-2 sigri á Southampton. Þeir lögðu upp mark fyrir hvorn annan í 6-1 sigrinum á Manchester United og endurtóku síðan leikinn í 3-3 jafnteflinu á móti West Ham. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min hefur því skilað Tottenham níu mörkum á þessu tímabili og báðir hafa þeir enn fremur komið að tíu mörkum eða meira í þessum fyrstu sex umferðum. Þegar við skoðum allan feril þeirra saman þá hafa þeir búið saman til 29 mörk fyrir Tottenham og nálgast þar met Didier Drogba og Frank Lampard sem bjuggu saman til 36 mörk fyrir Chelsea liðið á sama tíma. Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham) PL top scorer: Son Heung-Min Most assists: Harry Kane Top-scoring club: Tottenham pic.twitter.com/7u9r9bNMZc— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020 Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira
Son Heung-min tryggði Tottenham sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og enn á ný skoraði hann eftir stoðsendingu frá Harry Kane. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min í framlínu Tottenham hefur alltaf verið góð en hún hefur samt verið í öðrum klassa á þessu tímabili. Son Heung-min er nú markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili með átta mörk og Harry Kane er sá sem hefur gefið flestar stoðsendingar eða átta. Breska ríkisútvarpið tók saman tölurnar með þessu frábæra tvíeyki í framlínunni hjá Jose Mourinho. Son Heung-min and Harry Kane linked up yet again as Spurs moved up to fifth in the Premier League. https://t.co/7BYxbHWFN2 pic.twitter.com/etpFUTDDN9— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2020 Harry Kane hefur alls komið með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex leikjum Tottenham með fimm mörkum og átta stoðsendingum en liðið hefur skorað samtals sextán mörk. Kane hefur því komið að 81 prósent marka liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu. Aldrei áður hefur leikmaður náð að koma með beinum hætti að þrettán mörkum í fyrstu sex umferðum ensku úrvalsdeildarinnar og Son Heung-min er ekki langt á eftir því hann hefur komið að tíu mörkum með átta mörkum og tveimur stoðsendingum. Það er einkum súpersamvinna Son og Kane skilar hverju markinu á fætur öðru. Kane átti stoðsendinguna á Son í sigurmarkinu í gær en þeir hafa unnið saman í átta öðrum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Son and Kane combine for their 29th Premier League goal Only Drogba and Lampard have combined for more in Premier League history. pic.twitter.com/cc7rpcqYuF— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Harry Kane lagði upp fjögur mörk fyrir Son í 5-2 sigri á Southampton. Þeir lögðu upp mark fyrir hvorn annan í 6-1 sigrinum á Manchester United og endurtóku síðan leikinn í 3-3 jafnteflinu á móti West Ham. Samvinna Harry Kane og Son Heung-min hefur því skilað Tottenham níu mörkum á þessu tímabili og báðir hafa þeir enn fremur komið að tíu mörkum eða meira í þessum fyrstu sex umferðum. Þegar við skoðum allan feril þeirra saman þá hafa þeir búið saman til 29 mörk fyrir Tottenham og nálgast þar met Didier Drogba og Frank Lampard sem bjuggu saman til 36 mörk fyrir Chelsea liðið á sama tíma. Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham) PL top scorer: Son Heung-Min Most assists: Harry Kane Top-scoring club: Tottenham pic.twitter.com/7u9r9bNMZc— ESPN FC (@ESPNFC) October 26, 2020
Flest mörg búin til saman í ensku úrvalsdeildinni: 36 mörk - Didier Drogba og Frank Lampard (Chelsea) 29 mörk - Harry Kane og Son Heung-min (Tottenham) 29 mörk - David Silva og Sergio Aguero (Man City) 29 mörk - Robert Pires og Thierry Henry (Arsenal) 27 mörk - Darren Anderton og Teddy Sheringham (Tottenham)
Enski boltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Sjá meira