Norskur FIFA-dómari kom út úr skápnum og á alla forsíðuna hjá VG í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 09:30 Tom Harald Hagen að dæma Evrópudeildarleik á milli Newcastle United og FC Metalist Kharkiv á St James' Park. Getty/Stu Forster Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 Norski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Stærsta blað Norðmanna fagnar því að einn fremsti FIFA-dómari Norðmanna hafi kom út úr skápnum í gær. Norski FIFA-dómarinn Tom Harald Hagen sagði frá því í viðtali við staðablaðið sitt Glåmdalen í gær að hann sé samkynhneigður. Norska stórblaðið Verdens Gang gerir mikið úr því í gær og dag að einn besti knattspyrnudómari landsins hafi komið út úr skápnum. Hingað til hefur enginn knattspyrnumaður eða knattspyrnuþjálfari í Noregi komið út út skápnum sem hommi og þykir ákvörðun Tom Harald Hagen vera bæði hugrökk og mikil himnasending í baráttunni við fordóma gagnvart samkynhneigð í norskum fótbolta. Tom Harald Hagen á þannig alla forsíðuna á íþróttakálfi Verdens Gang í dag eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá risastóra mynd af Hagen og um leið er titill blaðsins í öllum regnbogans litum. Vår forside i morgen pic.twitter.com/BLla2tEPGu— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020 „Ég hef hægt og rólega fengið meira sjálfstraust og lífið mitt er gott í dag. Mér finnst það mikilvægt að fela ekkert og þar á meðal það að ég sé samkynhneigður. Ég hef lifað þannig allt mitt líf og það er ekki eitthvað sem ég að hugsa um. Það er mitt daglegt líf, mín sambönd, mín fjölskylda og mín fótboltafjölskylda. Ég get farið út með höfuðið hátt nema þegar ég klúðra einhverjum ákvörðunum á fótboltavellinum,“ sagði Tom Harald Hagen í viðtalinu úr Glåmdalen sem Verdens Gang fékk að endurbirta. Hagen segir að það sé örlítið ógnvekjandi að koma fram með þetta í fjölmiðlum en er á því að tímasetningin sé góð. Tom Harald Hagen er 42 ára gamall, hefur dæmt í norsku úrvalsdeildinni í fjórtán ár og hefur verið alþjóðlegur dómari frá árinu 2009. Toppdommer Tom Harald Hagen står frem som homofil https://t.co/tkf24aXUEx— VG Sporten (@vgsporten) October 26, 2020
Norski boltinn Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira